í alvörunni, ég bara spyr....
Ég hef einhvern veginn aldrei hugsað neitt svakalega út í þetta mál með að karlmenn séu frá Mars og konur frá Venus þar sem ég hef verið alveg jafn tillits- og hugsunarlaus og maðurinn minn í okkar sambandi. Gleymdi(ok gleymi) hlutum endalaust, fann aldrei neitt, straujaði aldrei neitt(lét hann yfirleitt strauja fyrir mig, pakkaði ekki í töskurnar fyrir ferðalög og hvað þá mundi eftir afmælum og allt þar fram eftir götunum. En nú eru hormónarnir eitthvað að breytast hjá mér og ég er algerlega hætt að skilja hvaðan karlmenn koma. Er ekki hægt að flokka þá einhvern veginn öðruvísi?
Mér finnst persónulega stórmerkilegt að það sé hægt að komast í gegnum lífið án þess að hugsa um...tja já bara hugsa yfirhöfuð!!!
En að öðru:
Ég er að fara í lokaprófið á morgun og mér finnst ég engan veginn tilbúin, þyrfti viku í viðbót til að læra þetta alveg pottþétt. Er svakalega stressuð fyrir þetta próf þó svo að þetta sé í rauninni bara fyrir mig þá vil ég að mér gangi vel.
bögg...
Við ætlum að vera með Íslendingagrill/picnic á laugardaginn, til að fagna próf- og skólalokum. Þetta verður eins konar lokapartý ársins, árshátið okkar Mílanóbúa.
Vonandi verður veðrið gott, það hefur nefnilega rignt síðustu 2 vikurnar og mér sýnist að þessir veðurfræðingar hér séu barasta 100 sinnum lélegri en okkar heima. Hekla er búin að vera veik síðustu vikuna, hún er ekkert smá oft veik þetta grey og alltaf er það hálsinn.
Láta taka kirtlana úr!
Ég las Litla stúlkan með eldspýturnar aftur í gær og bjóst nú við því að geta nú harkað af mér væluskapinn í þetta skiptið þar sem ég er nýbúin að lesa bókina en neinei viti menn ég rétt komst í gegnum hana og vældi og vældi. er ekki í lagi?!
Við Sverrir áttum 8 ára afmæli á þriðjudaginn og fengum okkur sushi og drukkum vín frá Gardavatni með, æðislega gott.
Mamma átti líka afmæli þ.5.júní hún varð 58 lítur út fyrir að vera rétt orðin 45. Til hamingju mamma mín.
Jæja nú verð ég að drulla mér í lærdóm!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli