Er ekki alveg að gera sig í kökubakstri!! Þetta helvíti er bara gert fyrir pasta og þurrar kökur, alltof sterkt helvíti. Nú er ég að baka brauð fyrir veisluna á þriðjudaginn og það er ekki næstum því eins gott og heima á Íslandi. Ég get svarið það ég held að við séum alveg hreint svakalega heppin með hráefni heima. Það eru bara til svo hormónainspíttar paprikur hérna að það hálfa og chillipiparinn er eins og paprika og ekkert bragð af honum. Ég er alveg að fá nóg af þessu! Hvernig á maður að gera almennilegan mat þegar maður hefur úr svona rugli að velja. Kjúklingurinn er eins og hænur, það er bara til ein tegund af hveiti, það er ekki hægt að fá lyftiduft(nema hjá kínverjunum), það er bara til ein tegund af frosnum berjum og það eru blönduð skógarber, það er svo takmarkað úvalið af öllu hérna að það hálfa væri nóg!!!
Það var t.d. bara til ein tegund af litlum rækjum í frostinu og þær voru með görninni í!
GRRR....
Þetta blessast náttúrulega allt saman þar sem liðið veit ekki betur og þeim á eftir að finnast þetta vera hið mesta góðgæti, ég er viss um það!!
Annars rignir hjá okkur í dag og ég verð að segja að ég er guðs lifandi fegin þar sem þá kólnar aðeins, það er búið að vera 28 stiga hiti hérna inni í íbúðinni og 35+ úti í ansi marga daga, maður var alveg að kafna.
Jæja best að fara að tékka á paté-inu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
var búin að reyna að kommenta í gær en það gekk ekki. En það sem ég ætlaði að segja var að ég vildi bara að þú vissir að það er nýhætt að SNJÓA HÉRNA!!! argghh
Gvuð!!!Díses kræst, landið er ekki í lagi!
Skrifa ummæli