miðvikudagur, maí 23, 2007

Ja hérna hér...

Það er orðið verulega heitt núna! Hitinn er stiginn upp í 35 stig og á nóttunni er líka heitt, þannig að sænginni hefur verið pakkað niður og lakið tekið upp. Einnig urðum við að fara út og kaupa fleiri viftur.
Fór í gær á hjólinu mínu(sem er b.t.w. fast í 3ja gír)að útrétta ýmislegt og je minn eini hvað ég svitnaði, held ég haldi mig við loftkælinguna í bílnum héðan af.
Ég er að fara á eftir í mat til Natöshu vinkonu(sú rússneska)og ætlar hún að bjóða mér uppá Borsch súpuna frægu, mmmm get ekki beðið, mig hefur langað til að smakka hana í ansi langan tíma en aldrei einhvern veginn fengið mig til að búa hana til. Nú fæ ég að smakka og þarf ekki að elda hana sjálf, frábært!
Annars er skólinn orðinn svo strembinn að það hálfa. Ég ætla að hella mér útí lærdóminn á fimmtudaginn eftir veislurnar sem ég er með á þri. og mið. og bara læra og læra og læra!

Engin ummæli: