þriðjudagur, maí 08, 2007

Þynnka dauðans!

Já ég fór á mánudaginn að hitta stelpurnar úr bekknum og þvílíkir alkóhólistar maður. Ég verð barasta alltaf drukkin með þeim, og gleymi algerlega hvað tímanum líður. Þannig að við vorum að drekka og spjalla heima hjá einni þeirra frá klukkan 16.00 til klukkan 3.00 um nóttina! og það var grátið og það var hlegið og talað endalaust, náttúrulega allt á ítölsku þar sem aðeins ein önnur en ég talar ensku. Þetta var svakalega gaman.
En þetta varð til þess að gærdagurinn fór fyrir bí, algerlega! Ég gat ekki hreyft mig, bara ælt og sofið. Og hver fær ,,mamma ársins" verðlaunin??!!!
En ég komst á fætur í dag og er bara hin hressasta. Fór í morgun með hnífana mína í brýningu og láta tryggingafélagið hafa upplýsingarnar vegna ,,árekstursins" sem ég lenti í um daginn, eða það var nú meira keyrt á bílinn minn, ekkert alvarlegt.
Það var strax kominn 28 stiga hiti klukkan 10.00. Þannig að það er allt að fara í slow motion núna þessa dagana.
Mikið rosalega sakna ég þess að fara ekki í skólann á hverjum morgni!
Annars er þetta allt að koma með baðherbergið, Sverrir er að verða búinn að mála það. Það er bara búið að vera soldið maus að finna rétt spasl og svo þegar hann fór að mála þá brotnaði upp úr veggnum. En þetta kemur allt saman og verður bara fínt, segjum það bara.
Stelpurnar vilja hittast líka á morgun, ég bara held ég hafi ekki orku í það. Það er nefnilega ýmislegt sem þarf að gera, ég bara get ekki fundið uppá neinni afsökun þar sem ég var búin að segja að ég kæmi með. :-/
Hekla er greinilega hætt að vera ónæm fyrir flugnabitum og er núna öll í bitum og klæjar svakalega í þau, greyið litla. Hún er núna svo ánægð í leikskólanum að þegar ég fór með hana í morgun var hún svo æst að fara inn og leika að hún gleymdi að segja bless við mömmu gömlu. Það er svo heitt hjá þeim að maður er beðinn um að láta þau ekki í of mikið af fötum, bara stutterma eða nærbol og stuttbuxur eða pils. Ég fór með hana t.d. í morgun í pils og sokkabuxur(tók bara sokkana með) en hún sagði mér að gera það ekki aftur þar sem hún fer úr þeim eftir 10 mínútur. Maður er bara soldið óvanur svona, maður er alltaf svo hræddur um að henni verði kalt en fattar ekki að það að vera heitt í of miklum fötum er alveg jafn hættulegt og óþægilegt.
Hún er orðin svo dugleg í ítölskunni, ég er svo stolt af henni.
Hún er eins og lítill api núna og hefur verið í soldinn tíma, hún klifrar í kojunni sinni og hangir þar og sveiflar sér allan liðlangann daginn, fer upp og niður stigann og býr til alls konar leiki úr þessu, setur upp borð og stóla undir sem hún getur stokkið niður á eða klifrað upp af. Það er mjög gaman að fylgjast með henni.
Hvernig þrífur maður lyklaborð?

5 ummæli:

Ólöf sagði...

hahaha, ohh hvað ég hlakka til að sjá hana litlu skvísuna. Annars veit ég ekki hvernig á að þvo lyklaborð, mitt er orðið smá sjabbí líka.

Annars er ég farin að verða svoldið þreytt á að blogga og fá aldrei nein komment, verðurðu ekkert pirruð á þessu? Hvað er öðruvísi með mína síðu og allra hinna vinkvenna minna sem eru alltaf með einhver komment. Kannski skilaboð um að maður eigi að hætta?

cockurinn sagði...

Nei þetta er ekki það, held ég, vona ég!Ég tel að þetta þýði einungis að vinir okkar eru kannski ekki bara commentatýpurnar, þú veist. Mundu að við búum hérna úti og það eina sem ég hef til að heyra af þér oft í viku er bloggið þitt, OK! þannig að ekki hætta!

Ólöf sagði...

okeis beibbs

Dýrið sagði...

hæ gullintá!
ég kom einu sinni að föður mínum að þrífa lyklaborðið sitt á mjög þráhyggjulegan hátt. Þetta var nánast vandræðalegt móment get ég sagt þér. Eins og ég hefði komið að honum að... jah, gera eitthvað allt annað.
En allavega sá gamli losaði alla takkana af borðinu og þvoði þá með sérstöku lyklaborðsspritti.
Mana þig til að leika þann leik eftir!
s(k)jáumst sæta!

cockurinn sagði...

hahaha já einmitt, ég held að einungis, faðir minn og systir hafi þá þolinmæði í sér. Ég myndi lenda á hæli ef ég þyrfti að gera eitthvað slíkt