fimmtudagur, maí 17, 2007

Brjálað að gera

Já það er einhvern veginn búið að vera soldið mikið að gera hjá mér síðustu 2 daga, vaknaði klukkan 7.30 og gat fyrst hvílt mig þegar ég fór í ból um 23.00 leytið. Ég er að reyna að byrja með smá bisness en það koma upplýsingar um það seinna. Þannig að það er búið að vera skóli á morgnana og svo vinna á daginn ásamt því að reyna að minnka þvottafjallið mikla(allt að koma, allavegana er óhreinatauskarfan hætt að líta út fyrir að vera að æla óhreinum þvotti) og strauja skyrtur. Ég skil þetta ekki, einu sinni áttum við engar skyrtur en núna þarf ég að vera alltaf að strauja, æjá nú man ég, ég straujaði ekki áður fyrr það var Sverrir sem gerði það, híhíhí hvað maður getur verið fljótur að gleyma.
Skólinn gengur bara mjög vel, og þetta er alltaf jafn skemmtilegt. Hvað gæti svo sem verið að því að læra ítölsku allan daginn? tja ekki neitt, þetta er yndislegt tungumál.
Veðrið hefur ekki verið beint að leika við okkur hér síðustu daga þannig að brúnkan er að fara og jakkinn kominn á herðarnar á ný, vonandi fer þetta að lagast.
Ég fór með Heklu í leikskólann á mánudag og þriðjudag og þurfti því að taka lestina en mér datt þó snilldarráð í hug, hlaupahjólið! Þar sem ég þarf að labba smá spöl frá lestinni í leikskólann hennar Heklu fór ég bara með hlaupahjólið og hún var framan á og ég aftan á og svo bara áfram renn... Ítölunum fannst þetta vægast sagt einkennilegt að sjá risastóra(í þeirra augum)hvíthærða, næstum miðaldra konu(í mínum augum) á hlaupahjóli og augun raunverulega stóðu á stilkum. En mér fannst það bara fyndið og hélt áfram á minni leið.
Við höfum því miður ekkert hitt á ömmu Sverris en vonandi rætist úr því á næstu dögum.
Er að fara að gera veislu þ.29.maí fyrir Jole, 50-60 manns. Þá verður sko gaman hjá minni! Get ekki beðið eftir að koma mér inní það verkefni. Aldrei að vita nema ég geti prangað inná þau einhverjum nýjum réttum. Þeir eru reyndar soldið íhaldssamir í matargerð þessir Ítalir en þessi eru soldið nýjungagjörn þannig að það er aldrei að vita.

3 ummæli:

Ólöf sagði...

frábært að heyra að það sé mikið að gera hjá þér skvísa! Ég er líka svoldið fáránleg hér á götum borgarinnar en mér er shitt sama, ég fíla þetta og skiptir ekki máli þó fólk stoppi og hlæji að mér.

Alma sagði...

hæ pæ :)
Það er greinilega sældar líf á ítalíunni. Hér er bara rok og rigning og allir í pollagöllum !!!
Hvernig væri að fá einhverjar myndir af ykkur familiý ??
Svo langt síðan maður hefur séð ykkur.

Kveðja
Alma

cockurinn sagði...

hæ Alma, gaman að heyra í þér hér maður !er byrjuð að setja saman albúm það bara tekur svo langan tíma, í hvert skipti, en þetta er allt að koma, ég lofa;)