fimmtudagur, maí 10, 2007

Lúxus eða fátækt!

Einn skrítnasti dagur sem ég hef lifað var í gær.
Ég fór í heimsókn til brasilísku stelpunnar sem var með mér í bekk. Hún býr í bæ sem heitir Carimate, klukkutíma akstur frá Mílanó. Hún býr í vernduðu hverfi þar sem maður þarf leyfi til að komast inní og er ekki einu sinni merkt inni á GPS systemið. Húsið er með alveg risastórum garði, ótrúlega fallegum, sundlaug(með sundlaugarbar)og tennisvelli. Lamborghini í bílskúrnum, garðyrkjumaður, þjónustustúlka. Húsið frekar stórt, hrikalega ljótt(mj0g ítalskt), með 6 baðherbergjum, jafnmörgum svefnherbergjum, 30 fm eldhús og fleira. Hvað er að þessu? Jú, hún er hrikalega einmana! Þetta var allt svo innantómt þarna, ég veit ekki hvað ég á að hugsa núna, þá er ég að meina að ég veit ekki hvort ég myndi vilja allt þetta, efast reyndar um það. Ég hélt alltaf að ég vildi hafa fullt af peningum, vera rík, en núna eru að renna á mig tvær grímur. Við eyddum þarna deginum í lúxus, syndandi í lauginni, lágum í sólbaði og lásum Elle og Vogue, kannski örlítið of mikið estrógen fyrir mig en ég ákvað að bara njóta. Hekla kom með mér og hún var alveg í skýjunum að fá að fara í laugina og leika sér í fótbolta á tennisvellinum. Rússneska stelpan var með okkur líka, þegar dagurinn var á enda keyrði ég hana heim til sín. Hún býr í frekar lélegu hverfi hér í Mílanó, í jafnstórri íbúð og við, nema hvað að þær eru 3 konur ásamt einni lítilli stelpu 2ja ára. Ég fór sem sagt úr gríðalegu ríkidæmi í mikla fátækt. Ég er að læra svo mikið á þessari Ítalíudvöl minni, maður þarf að opna huga sinn og læra að hvað sem dagurinn í dag ber manni á maður að meta til hins ýtrasta! Núna elska ég íbúðina mína meira en nokkru sinni og gvuð minn eini hvað ég er ástfangin af manninum mínum! Þær eru nefnilega báðar í sambandi við menn sem að mínu mati eru ekki að virða þær að verðleikum og koma fram við þær eins og hálfvitar. Það finnst mér ofboðslega erfitt að horfa uppá, ekki það að þeir séu að beita þær ofbeldi ekkert svoleiðis, heldur einhvern veginn binda þeir þær með peningum. Þannig að þegar þeir koma illa fram þá eru þær orðnar svo skuldbundar að þeim finnast þær lítið geta sagt eða gert á móti. Þetta gerir það að verkum að þær verða svo undirgefnar að það hálfa. Þessar stelpur eru að eðlisfari ekki undirgefnar, þannig að þær eru að breyta sjálfum sér til að þóknast einhverjum manni.
Mig grunar að í fyrstu hafi þessari brasilísku fundist ég vera ógnandi og verið með þessa stæla við mig,því að núna er hún mjög indæl og skemmtileg.
Mér líður svo skringilega eftir þennan dag,aðra stundina er ég hrikalega þung og vill helst bara fara að grenja og svo hina stundina er ég svo ánægð með allt sem ég hef.
Annars var ég og brasilíska hæstar í bekknum með sömu einkunn. Massa þessa ítölsku!!!

Að öðru:
Ég horfði á East-Eurovision í gær, Eiríkur mælir rétt eftir þessa keppni, hvaða möguleika eigum við Gaggó Vest gagnvart þessum skrilljónaþjóðum sem fjölga sér eins og maurar. Ég held að við hér í Vest verðum að fara að fjölga okkur meir. Tja eða bara fara að fordæmi Ítalanna og bara gefa þetta upp á bátinn og hætta! Maður nennir ekki að horfa á þetta væl í East lengur, þessi tónlist sem þeir flytja er bara grín fyrir okkur Vest, ætli það sé ekki vice versa.

Nú er baðherbergið loksins búið, þetta er búið að vera hið mesta maus fyrir drenginn, alltaf þegar hann var að verða búinn að mála þá flettist málningin upp og hann þurfti að fara að spasla og pússa allt uppá nýtt, magnað. Hann þurfti líka að hafa stóru viftuna okkar inni hjá sér allan tímann þar sem það er svo heitt núna þessa dagana, 32°C og rakinn er svo mikill að maður á erfitt með að anda, loftið er svo þykkt. Þannig að það var allt að fara til fjandans hjá honum áður en hann setti viftuna inn. En nú er þetta búið og ég er búin að vera að þrífa í allan morgun og get ekki beðið eftir að geta sett þvottavélina í gang. Manni finnst maður ansi fátækur af fötum, skiljanlega þar sem við höfum ekki getað þvegið í 2 vikur. En þetta reddast allt saman.

Við erum þessa dagana með algjört æði fyrir snarli í kvöldmatinn. Þá er það samansett af parmesanosti, skornum í bita, prociutto, skinku, ólífum, venjulegum osti í sneiðum, pecorino sardo(í bitum), gorgonzola og baguette brauði. Alveg hrikalega gott. Þannig að maður nartar endalaust, mmm... Ég gerði svo í gær Miðjarðarhafssósuna og var með crudité með(hrátt grænmeti) og svo var ég líka með beikonið sem var í brúðkaupinu mínu, með mjúkum geitaosti og peru.
Algjört sælgæti!

3 ummæli:

Ólöf sagði...

jáhá maður hefurð það bara ógó gott:) Það er allavega gott að heyra jákvæðara hljóð í þér skvís!

cockurinn sagði...

já þetta er allt að koma!Takk fyrir kommentið annars, meika ekki þegar ég set inn færslu sem er löng og mikið af málefnum og ekkert komment!

Ólöf sagði...

já skil þig fullkomlega. Þá fær maður svona bloggþynnku hehe.