jæja þá er þetta allt að koma með baðherbergið, nú eru komnar 5 mismunandi týpur af flísum þarna inn allt alveg svakalega flott, hipp og kúl og svo settu þeir nýjan sturtuhaus líka og hann er nú það flottasta sem ég hef séð, ég held barasta að svona hundar eins og við gætum bara sætt okkur við þetta, ha. Hann kostaði heilar 2 evrur og er svona 2 cm í radíus(eða hvað það er sem maður segir með hringi) og það lekur svona líka skemmtilega kraftlaust úr honum, en þar sem ég hef komist að niðurstöðu um það að leigusalarnir okkar haldi að við séum hundar sem þurfi ekki á því að halda að ná sjampói úr hári né þá heldur hárnæringu þá kom þetta mér ekki á óvart! Það er betri sturtuhaus á skrifstofu leigusalans, ef ske skyldi að hann þyrfti á sturtu að halda í vinnunni!
Ég fæ ekkert í magann af reiði og vonsvikni þegar ég hugsa um þessa hluti, neinei bara alltaf með bros á vör hún Sigurrós Pálsdóttir, svo glöð og ánægð með framgöngu mála!
Ég geng glöð til verks í dag að þrífa skítinn eftir þetta ævintýr, hlakka svo til að ég bara get ekki beðið! Enda sit ég hér enn uppi í rúmi klukkan 11:11 á laugardagsmorgni.
Við ákváðum að mála baðherbergið og fórum í verslun hér nálægt og keyptum spasl og fleira og svo var hann að spasla allt gærkvöldið og viti menn þegar hann var búinn þá var barasta hægt að fletta öllu af. þvílík vinna og spasl farið í þessa blessuðu kalkveggi hérna! Þannig að hann er núna farinn aftur í búðina til að finna grófara spasl og sjá hvort það festist við þessa undraveggi! Ég er komin með nóg af því að búa eins og hundur í búri í þessari íbúðarholu! Mig dreymdi í nótt að ég væri að skoða íbúð sem var um 500 fermetrar, klikkuð, tóm og svo þegar ég spurði um verðið á henni þá vaknaði ég, undirmeðvitundin eitthvað að láta í sér heyra greinilega!
Annars fór ég með bekknum mínum í appiritivo á fimmtudaginn og þar drukkum við ógeðslega mikið rauðvín og bjór og urðum vel léttar af því, mjög skemmtilegt. Ég komst að því að sú brasilíska er ennþá leiðinlegri með víni og hún er með manni sem á að vera einn sá ríkasti í heimi, einmitt trúi því nett, right! Sú rússneska er hin mesta snilld, hún er svo fyndin og skemmtileg og loksins hef ég hitt einhvern annan sem er með jafnmiklar klaufasögur og ég en hennar vandamál er að hún getur ekki sagt nei og því er þessi brasilíska alltaf að draga hana hingað og þangað þó að hún vilji ekki fara með henni. En svo kom mér mest á óvart að þessi japanska var verulega skemmtileg líka! Hún var svo miklu opnari en ég hélt og svo mikill húmoristi. En svo var síðasti dagurinn í skólanum í gær, ég er mjög leið yfir því en svona er þetta nú bara. Kennarinn minn kom til mín eftir tíma og sagði mér að henni fyndist mjög leiðinlegt að ég kæmi ekki aftur þar sem ég væri orðin svo góð í ítölskunni og talaði svo skýrt og að hún vildi að ég lærði meira til að tala fullkomlega. Þetta fannst mér mjög gaman að heyra og gerði mig ennþá leiðari að geta ekki tekið eitt námskeið til viðbótar. En svona er þetta nú bara.
Jæja Sverrir var að koma og er svakalega ánægður með dagsverkið mitt eða þannig, þannig að best að koma sér að verki og byrja að þrífa, jeessssss get ekki beðið, nei ég þarf ekkert að bíða, bara byrja!
Guð veri með ykkur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Eins og ég sagði um daginn þá verðurðu að hugsa þannig að þetta verður góð saga í framtíðinni. Þó ég skilji nú svo sem neikvæðnina, ekki gaman þegar ástandið er svona. En farðu bara sjálf og kauptu góðan sturtuhaus þá geturðu allavega notið þess að fara í sturtu. Það er hægt að fá þá hér á góðu verði og mjög stóra. Það hlýtur að vera hægt að fá þá hjá ykkur líka.
jupp við ætlum að gera það og rukka þau bara fyrir það og ef þau vilja ekki borga hann þá tökum við hann með okkur þegar við förum héðan!
Skrifa ummæli