mánudagur, maí 21, 2007

Skórnir bráðnuðu!

hahahaha já það er svo heitt hérna! Ég fór í skólann í dag í háhæluðu skónum mínum og þegar við stóðum úti í pásunni þá sökk ég alltaf í malbikið þar sem það var orðið mjúkt af hita. Eftir tímann fórum við svo og fengum okkur að borða og við fengum bara sæti í sólinni þannig að það var ansi heitt malbikið þar líka. Nema hvað, þegar ég er á leiðinni heim,sem betur fer bara hérna úti á horni, fór ég að finna fyrir því að annar skórinn var allt í einu ekki svo þröngur eins og hinn þannig að ég leit niður á fæturna mína og viti menn þeir einhvern veginn bráðnuðu þannig að leðrið losnaði frá botninum og tærnar voru farnar að stingast út, það var beisiklí eins og ég væri með MJÖG vanskapaðan fót!!! Ég get svarið það ég var í hláturskasti það sem eftir var leiðarinnar heim!
Annars fórum við í sólbað í garðinum á laugardaginn og við rákumst þar á par sem var að ríða, í miðjum garðinum einstaklega smekklegt, þurfti að labba einstaklega casual framhjá og halda nett fyrir augun á Heklu, smekklegt!
Í gær fórum við svo á ströndina og eyddum þar deginum með Gunna, Höllu Báru og co. og Guðrúnu ömmu Sverris. Þvílíkt ljúft maður! Hekla elskar ströndina eins og öll börn að sjálfsögðu og við erum álíka vitlaus í þetta allt saman. Sjórinn var alveg næglega ,,heitur" til að synda og busla. En núna erum við hjónin alveg svakalega brennd og mökum á hvort annað after sun í gríð og erg!
Jæja best að vinda sér í kæfugerð!

4 ummæli:

Ólöf sagði...

hahahahhahahahahhahahahahahahahahahahah allt fyndið!

cockurinn sagði...

híhíhí takk Óla mín, minn tryggi comment buddy! Ég hélt reyndar að fleirum myndi finnast þetta jafn fyndið og okkur;)

Ólöf sagði...

já nákvæmlega, hvað er í gangi?

cockurinn sagði...

Díses, lélegt hjá ykkur nocommentarar.
jæja þá hlægjum við bara saman tvær Óla mín.