Ég er byrjuð í ítölskunáminu aftur, ekkert smá gaman. Nú erum við að læra miklu meira og ég get ekki beðið eftir að mæta í tíma á morgnana!
Guðrún amma er mætt á svæðið, mikil hetja sú kona. Sem sagt amma Sverris, skellti sér upp í vél til að heimsækja, son, konu, barnabörn og buru...
Fórum í mat til Gunna og Höllu Báru á laugardaginn mjög fínt hjá þeim og Hekl og Lea skemmtu sér vel saman. Annars er maður bara búinn að vera að einbeita sér að því að taka þvott þar sem fjallið var orðið helvíti myndarlegt eins og ég hef minnst á nokkrum sinnum áður hér á þessu bloggi mínu.
Vinkonur mínar í bekknum voru mjög ánægðar að sjá mig aftur, og það er eins og það hafi eitthvað lækkað í rosta hinnar brasilísku eða ,,leiðréttarans" þar sem við vorum saman með sömu einkunn og hæstar í bekknum. Hún er allavegana hætt að leiðrétta mig og er orðin bara helvíti næs við mig.
Sverrir greyið liggur í ælupest í dag, ég vona bara að ég sleppi, aldrei að vita nema maður hafi heppnina með sér í þessum málum, ha!
Eldaði mér fisk í kvöld eftir að hafa dreymt fisk í nokkra daga og orðin alveg viðþolslaus af fiskskorti. Uppskriftin fylgir. Þetta var algjört lostæti! Annars er hægt að nota sósuna með öllum fjandanum, kjöti, grænmeti og fleiru..
ohh sorry eitthvað vesen á Blogger, set þetta inn á morgun. Hekla þarf að komast í ból og ekki er ælukallinn að fara að lesa fyrir einkadótturina. ójá ég gleymdi að segja ykkur frá nýjasta æðinu hjá henni: MAAAAMMMA ÉG VIL FÁ SYSTKIN!!! svo í örlítið minni frekjutón, viltu setja systkin handa mér í magann þinn, mamma mín?
híhíhí þessi elska...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
hahaha, hún er svo mikill draumur. En annars hélt ég að þú værir hætt í ítölskunni, hvað kom til?
tja bara ýmislegt sem var tekið inní myndina sjáðu til...
heyrðu heyrðu þetta er eitthvað óttalega loðið svar.
Já ég tók líka eftir því að ég var orðin eitthvað svo svakalega loðin á maganum í gær??!
Skrifa ummæli