Já ég er svo sannarlega búin að éta mig stútfulla af kolvetni og er komin með nett nóg.
Það er endalaust af þessu hérna maður!
Annars get ég ekki sagt að síðustu dagar hafi verið mjög skemmtilegir eða notalegir, fyrir utan kvöldstundirnar. Við höfum nefnilega eytt dögunum í að reyna að redda einhverju fyrir Lín svo að ég þurfi ekki að borga himinháa upphæð þar sem þeir taka sér það bessaleyfi að setja á mig hæstu launin hér úti á Ítalíu ef ég skila ekki inn ítalskri skattskýrslu! Í fyrsta lagi þá skila Ítalir sem ekki vinna inn skattskýslu þannig að meira að segja Ítalirnir hér vita ekki hvar ég á að byrja að leita að þessu helvíti;/ er massa pirruð yfir þessu og svo í ofanálag gleymdist ítalska nafnskírteinið mitt heima á Íslandi;/ Svo erum við búin að vera að borga reikninga, fara hingað og þangað að senda fax og fara á stofnanir þar sem allt er svo einfalt og auðvelt hér og ekkert dreift útum alla hvelv. borg, eða þannig!
En ég ætla nú ekki að einblýna á það, þar sem við fórum í mat til Jole og Piero á þriðjudaginn og það var yndislegt og skemmtilegt, svo á miðvikudaginn hitti ég rússnesku og japönsku vini mína, fengum okkur appiritivo og spumante, rosalega skemmtilegt að hitta alla aftur. Svo í gærkvöldi fórum við með Niklas, Óla og Ester og japönskum vini Niklas í appiritivo sem ílengtist aðeins og við komum heim um 2 leytið í nótt búin að drekka einum of mikinn bjór. En það var bara svo skemmtilegt!
Í dag næ ég svo í bílinn okkar, þannig að við getum chillað aðeins í honum, hehe...
Þegar við höfum náð íu bílinn tekur við skjalasöfnun fyrir eitthvað plagg sem mig vantar fyrir þetta Lín dæmi, vonandi fæ ég allt saman þrátt fyrir að vera ekki með nafnskírteinið mitt. Vonum það besta, ekki satt.
Jæja best að fara að huga að þessari yndislegu dóttur, sem reyndar spyr mig á hverjum degi núna hvort hún fari nú ekki að eignast systkin...smá þrýstingur á mann,ha...
fimmtudagur, október 18, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Æí kodduér heim mar!
Skrifa ummæli