Jupp við förum á morgun og er kominn smá ferðafiðringur í magann.
Við áttum svo sannarlega dekurdag í gær. Við fórum í klukkutíma kínverskt fótanudd á Loftleiðum með freydivíni, ávaxtaspjótum og konfekti. Þetta var svo unaðslegt og rómantískt og yndislegt í alla staði, ég mæli með þessu hudrað prósent, hreinn unaður! Eftir þetta fórum við heim tókum okkur til og svo lá leiðin uppá Vox í kvöldmat. Þar var svoleiðis dekrað við okkur að það var engu lagi líkt maður! Hrikalega góður matur, góð vín, yndislegt fólk, ég er heppin með vinnustað, alveg ótrúlega heppin. Þetta var svo royal þessi dagur og við erum svo sæl eftir þetta allt saman. Þetta var eins og hið besta brúðkaupsafmæli... fyrir utan að við áttum ekki brúðkaupsafmæli, hehe...
Ég komst að því þegar ég var að panta mér flugfar frá Ítalíu til Köben að ég þarf að gista eina nótt þar, sem ég er reyndar frekar ánægð með, því þá kemst ég í uppáhaldsbúðina mína og get keypt mér fleiri hnífa, og vonandi hitt vini mína og svona skemmtilegt. Chillað í Köben hefur nú aldrei þótt leiðinlegt,ha....
Jæja best að hjálpa kallinum að pakka.... Ég er nú meiri dekurrófan!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hæ sæta, það eina sem huggar mig í þeirri svífyrðilegu staðreynd að við höfum hist í 10 mínútur samtals frá því við komum heim, er sú staðreynd að þú kemur aftur eftir 2 vikur.
Ég hlakka geðveikt til að fá að hitta þig almennilega!
ástarkveðjur til ítalíu.
Guð þokkalega sömuleiðis!!
Skrifa ummæli