Já þá styttist óðfluga í haustið.
Hekla tók upp bangsann sinn í morgun og sagði
-Viltu lesa bók með mér ástin mín...neeei hehe þú talar ekki.. þú ert ekki Ástin mín.. ohh hvað ég er mikill kjáni!
Fyrir þá sem ekki vita er Ástin mín ósýnilegi vinur Heklu.
Annars fór helgin alveg hreint ótrúlega vel. Við fórum á föstudeginum með Ólu og Gumma og strákunum í Miðdal og bjuggumst við mikilli örtröð af tjöldum en viti menn veðurfræðingunum hefur tekist að láta alla annaðhvort hanga heima eða fara til Akureyrar í von um sól og til að forðast hina gífurlegu rigningu sem átti að vera á suð-austurlandi, tjaldstæðið var autt að undanskildum tveimur tjaldvögnum. Við hins vegar höfðum birgt okkur upp og ég fór í Byko og keypti partýtjald og Óla og Gummi keyptu gasgrill. Þannig að við vorum í algjörum lúxus í Miðdal krakkarnir léku sér áhyggjulaust og rigningin lét á sér standa þannig að við vorum í góðum fílíng. Rigningin kom hins vegar seint um kvöldið og þá kom sér vel að hafa tjaldað partýtjaldinu! Við sátum og drukkum og kjöftuðum langt fram á nótt eða þegar vindurinn blés okkur inn í tjöldin.
Ohhh hvað ég elska að sofa í tjaldi, að er svo hrikalega notalegt,,, hljóðin og lýsingin fylla mig unaðstilfinningu. Enda vaknaði Hekla um morguninn þannig að hún opnaði augun, snéri sér að mér, knúsaði mig og sagði ,, ohh mamma, það er svo notalegt að vera í tjaldi!"
Þegar við vöknuðum,merkilega óþunn, lögðum við strax af stað að bústað Valda frænda. Það rigndi soldið þegar við komum þannig að það var afslappelsi fyrr um daginn inni í bústaðnum og svo seinna um daginn var tjaldað og farið í pottinn og leiki og svo borðuðum við dýrindis mat, alveg hreint ótrúlega góðan. Svo var bara spjallað og djúsað langt fram á nótt. Rosalega gaman. Daginn eftir vöknuðum við seint, allir þar á meðal börnin(sem betur fer), og slappað af fengið sér kaffi og borðaður morgunmatur. Sverrir, Gummi og Eiki fóru í golf og við stelpurnar fórum í pottinn og byrjuðum svo að taka niður tjaldið. Um 4 leytið fórum við Sverrir með Þorgerði, Írisi og kærastanum hennar á hestbak. Það var sko hápunkturinn, ekkert smá skemmtilegt. Ég reyndar lenti á algjörum brokkara og var ekki alveg með á hreinu hvernig ég átti að láta hann hætta því þar sem það eru 7 ár síðan ég fór síðast á bak en svo á leiðinni heim þá sagði stelpan mér hvað ég átti að gera og ég náði honum af brokkinu. En þetta varð til þess að ég er búin að vera með alveg hreint hrikalegar harðsperrur innan á lærunum síðan! Eftir það ákváðum við að vera bara eftir í eina nótt í viðbót, það var sko góð ákvörðun! Við borðuðum afgangana sem voru ekki síðri það kvöldið og svo drukkum við og kjöftuðum alveg langt fram á nótt og fórum líka í pottinn um nóttina. Snilld að vera með pott!
Svo er lífið búið að ganga sinn vanagang síðan og ég er bara að njóta þess að vera heimavinnandi húsmóðir með Heklu minni.
Ég fór með Heklu í Bónus í gær og hún byrjaði að væla ,, má ég fá þetta, en þetta, en þetta???" og ég sagði alltaf nei svo byrjaði hún að væla ,,en mammaaaaa, mig langar í aaallt, búhúhú"
Mér fannst þetta svo sætt að ég gat ekki verið pirruð út í hana.
P.s Hekla er yndislegasta barn í heimi!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli