þriðjudagur, maí 02, 2006

Bara smá byrjunarörðuleikar, vona ég

já ég held að þetta hafi bara verið smá byrjunarörðuleikar hjá mér að síðasti póstur fór svona.
Ég skipti núna um skoðun á 10 mínútna fresti, : nei nú hætti ég þessu og sýni dóttur minni og manni athygli>> ohh bara aðeins lengur þetta er svo skemmtilegt, kannski 2 mánuði í viðbót! Þá er ég að tala um vinnuna.
Þessir krakkar sem ég er að vinna með eru alveg frábærir, loksins er ég að vinna í eldhúsi sem er með minn húmor, og þeir sem segja að Ítalir séu ekki með húmor hafa ekki hitt fólk frá suður-Ítalíu. Eiginlega allir sem ég er að vinna með eru þaðan og guð hvað það er frábært fólk, skemmtilegt, afslappað og með mikinn húmor. Stelpan, Símona, sem ég er að vinna með er líka alveg frábær og hún talar ensku og við náum alveg rosalega vel saman, erum með sama húmor og fílum sömu tónlist og vinnum mjög vel báðar tvær.
Ég fór í dag í hléinu mínu beint til konsúlsins hér til að reyna að endurnýja eða fá nýtt ökuskírteini þar sem ég finn ekki mitt(þurfti líka að endurnýja, var með gamla bleika dæmið) svo þarf ég að breyta því í ítalskt, haldiði ekki að þetta verði fljótlegt, ha? En það kom allavegana lítið úr þeirri heimsókn,konsúllinn var mjög indæl og hjálpsöm en því miður þarf ég að koma aftur seinna þar sem hún var ekki með réttu umsóknareyðublöðin. En strax á eftir því fór ég til hómópatalæknis Signor Leemann. Þessi læknir er prívat læknir og kostsar m0rðfjár, hann talar um 15 tungumál og spurði mig spjörunum úr og þetta er í fysta skipti sem ég fer til læknis þar sem ég á að fara úr fötunum(fyrir utan nærföt). Mér fannst þetta soldið fyndið. En það sem kom út úr þessu var að ég er sem sagt með mikla hryggskekkju og ,,ungar" æðar sem getur verið gott og vont, gott að því leiti til að ég endist lengur en slæmt að því leiti til að blóðflæðið hjá mér er í nettu fokki. Ég er með mismunandi blóþrýsting þegar ég ligg og þegar ég stend. Hann sagði að þetta samstarf æðanna og stífa baksins míns væri eins og þegar konur urðu að ganga í korselettum og með mikla hárgreiðslu þá var alltaf að líða yfir þær þegar þær voru að vanda sig við hárgreiðsluna sína þannig að þegar ég færi að vanda mig eða einbeita mér að einhverju þá anda ég að mér held í mér andanum og svo anda frá mér, algerlega ósjálfrátt og þar leiði af sér yfirlið. OK ég gútera þetta en þetta skýrir ekki hvers vegna mér svimar svona rosalega eftir að það líður yfir mig og að ég sé alveg frá í 1 dag eða meira. Hann allavegana sagði mér líka að ég ætti helst að fara að synda til að liðka bakið. Ég er svo sem alveg til í það, ég gæti jafnvel tekið Heklu og Sverri með og slegið 2 flugur í einu höggi.
Þegar ég kom svo í vinnuna aftur þá spurði Signor Leemann mig hvað læknirinn hefði sagt og ég sagði honum það í stórum dráttumog svo sagði ég honum frá þessu með sundið, þá segir hann mér að það sé sundlaug, mjög góð , bara 100 metra frá vinnunni og að jú hann þyrfti nú líka að fara í sund og við ættum kanski bara að fara saman í hléinu! Hehe ég veit satt best að segja ekki alveg hvernig maður á að taka þessu, fara í sund með michelinkokkayfirmanni mínum, vá það væri sko meira en lítið einkennilegt, en jú kannski soldið skemmtilegt líka, þ.e. ef hann fer ekkert að reyna við mann, neeeei það getur ekki verið.
Hahaha svo var ég að frétta í gærkveldi að strákurinn sem ég er búin að vera að vinna mest með og sem er búinn að vera ofurnæs við mig og alltaf að hrósa mér og koma við mig og svona, ég hélt sem sagt að hann væri hommi og tók alveg þátt í þessu hjá honum þar sem ég hélt að ég væri seif en neeei svo kemur í ljós að hann er ekkert hommi og er sem sagt bara nett búinn að vera að reyna við mig, ahahahah hvað maður getur verið ljóshærður stundum!
En nú eru breytingar í vændum innan eldhússins það er verið að færa mig í eftirréttina, sem er svo sem allt í góðu mér finnst það skemmtilegt og ég er góð í þeim, eina sem er súrt við það er að maður er alltaf síðastur út og fyrstur inn. En sjáum hvernig fer, kannski verður þetta bara ennþá skemmtilegra.
Signor Leemann fannst ostruhnífurinn minn og laxatöngin vera svo flott að hann bað mig um að reyna að redda sér nokkrum svona og hann myndi náttúrulega borga fyrir það. Ég gæti kannski dobblað einhvern vin minn í Danaveldi að redda mér svona, ég nefnilega er alveg dottin út úr þessu heima, hef ekki hugmynd um hvar er hægt að nálgast svona lagað.
Ég ætla að fara með flatlkökur handa þeim á morgun, leyfa þeim að smakka.
Jæja nú ætla ég að láta þessu bulli lokið í bili og ég ætla að cópera fyrst og ef þetta kemur ekki inn núna þá fer það inn á morgun, sjáum hvernig fer.
Buona notte a tutti.

2 ummæli:

Ólöf sagði...

hahaha farðu í sund með gaurunum!! Frábært að heyra hvað það er gaman í le job!

cockurinn sagði...

já einmitt hehehe. já það er ennþá gaman sem betur fer.