Já ég komst í vinnuna í gær og var ansi lengi eða til 00:40 var orðin soldið þreytt og pirruð í endann, sko ef ég er svona lengi í vinnunni þá þýðir það 13 tímar á dag og þá er ég orðin ósátt, verulega. En ég komst þó heim að lokum og fékk mér einn öl og horfði á House þátt. Ég sá reyndar nett eftir ölinu þar sem mér var svo flökurt eftir það að það hálfa. Þetta er svo sannarlega ekki eins og áður þegar ég varð að fá mér einn eftir vinnu til að ná mér niður, heldur er maður svo uppgefinn eftir þessa vinnu að bjórinn heldur manni vakandi ef eitthvað er og truflar svo svefninnn þar sem maður þarf að vakna um miðja nótt til að pissa. Ég er að skrifa þetta niður og kenni vinnutíma um ég held að ég ætti heldur að kenna aldri um, ekki satt er maður ekki bara orðinn gamall! Hehe jú ætli það ekki bara.
Í morgun byrjaði Hekla, skiljanlega, að hoppa á mér og opna augnlokin til að vekja mig um 8:00 eins og gefur að skilja var maður ekkert svakalega hress en ég lét mig hafa það eftir klukkutíma að hafa mig á fætur, þá var brunað upp í IKEA til að kaupa moskítóflugunet fyrir rúmið hennar Heklu og við vorum búin að ákveða að kaupa EKKERT annað en auðvitað laumaðist eitthvað í töskuna en við náðum þó að vera alveg rosalega hógvær í þetta skiptið, og snögg því að við vorum komin út eftir klukkutíma, sem er líklegast nýtt met! Því næst fórum við heim og ég dembdi mér í brusebad og fórum við svo í fótbolta með strákunum í vinnunni með mér. Sverrir var að spila með eldhúsinu(það var eldhúsið á móti salnum) og stóð sig svona líka þrumuvel og ég var í klappstýruliðinu ásamt Heklu og 2 öðrum stelpum. Þetta var mjög skemmtilegt og svo gaman að fá að kynnast nýju fólki og það Ítölum, sem er jú alltaf skemmtilegt, vonandi gerum við þetta aftur. Svo var bara farið heim og borðað.
Sverrir er núna í baði svo sár á líkamanum eftir boltann, hann tík einhverja hjólhestaspyrnu á einn boltann og lenti ekki alveg ein og best hefði verið á kosið þannig að hann er í baði.
Ohh var búin að blogga massann svo datt það út, helv.andsk.
Nenni ekki að skrifa þetta allt aftur en svona í aðalatríðum þá var mér hrósað mikið af Snillingnum, hann sagði að ég væri mjög góð og mjög gott að vinna með mér og svo er ég núna kölluð ostrusérfræðingurinn þar sem ég var að kenna þeim öllum að fara með ostrur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
náðirðu þér ekki í teljara?
hvernig geri ég það?
Elsku ostrusnillingur og vinkona, ég er stolt af thér :)
Tek undir mommutaktana hjá Dýrinu, thú tharft ad finna eitthvad út úr thessu leidinda mígreni, gengur ekki svona. Gaetirdu ekki hitt svona hómópatanema og fengid ókeypis treatment..ehh.
Sakna thín saeta.
mmmm ostrur. Ostrusérfræðingnum verður boðið í sérlegt ostrupartý í ágúst, það verður alveg dásamlegt. Þið eruð svo dugleg að manni verður illt í letibumbunni og fær massa sammara. Heyrumst betur með Cannes, væri nú gaman að ná í skottið á ykkur
kiss kiss
súra letiblóð
ég setti linkinn á heimasíðunni með teljaranum í bréfið sem ég sendi þér. Hvað er annars að bloggsíðunni núna?
Ef þú ert í vandræðum með að skrifa þá getur það verið útaf brásernum. Þá þarf maður að skipta yfir í IE, svoldið morkið! Vona að það sé tímabundið!
Skrifa ummæli