sunnudagur, apríl 30, 2006

mmm.... dagurinn í dag

Já ég komst í vinnuna í gær og var ansi lengi eða til 00:40 var orðin soldið þreytt og pirruð í endann, sko ef ég er svona lengi í vinnunni þá þýðir það 13 tímar á dag og þá er ég orðin ósátt, verulega. En ég komst þó heim að lokum og fékk mér einn öl og horfði á House þátt. Ég sá reyndar nett eftir ölinu þar sem mér var svo flökurt eftir það að það hálfa. Þetta er svo sannarlega ekki eins og áður þegar ég varð að fá mér einn eftir vinnu til að ná mér niður, heldur er maður svo uppgefinn eftir þessa vinnu að bjórinn heldur manni vakandi ef eitthvað er og truflar svo svefninnn þar sem maður þarf að vakna um miðja nótt til að pissa. Ég er að skrifa þetta niður og kenni vinnutíma um ég held að ég ætti heldur að kenna aldri um, ekki satt er maður ekki bara orðinn gamall! Hehe jú ætli það ekki bara.
Í morgun byrjaði Hekla, skiljanlega, að hoppa á mér og opna augnlokin til að vekja mig um 8:00 eins og gefur að skilja var maður ekkert svakalega hress en ég lét mig hafa það eftir klukkutíma að hafa mig á fætur, þá var brunað upp í IKEA til að kaupa moskítóflugunet fyrir rúmið hennar Heklu og við vorum búin að ákveða að kaupa EKKERT annað en auðvitað laumaðist eitthvað í töskuna en við náðum þó að vera alveg rosalega hógvær í þetta skiptið, og snögg því að við vorum komin út eftir klukkutíma, sem er líklegast nýtt met! Því næst fórum við heim og ég dembdi mér í brusebad og fórum við svo í fótbolta með strákunum í vinnunni með mér. Sverrir var að spila með eldhúsinu(það var eldhúsið á móti salnum) og stóð sig svona líka þrumuvel og ég var í klappstýruliðinu ásamt Heklu og 2 öðrum stelpum. Þetta var mjög skemmtilegt og svo gaman að fá að kynnast nýju fólki og það Ítölum, sem er jú alltaf skemmtilegt, vonandi gerum við þetta aftur. Svo var bara farið heim og borðað.
Sverrir er núna í baði svo sár á líkamanum eftir boltann, hann tík einhverja hjólhestaspyrnu á einn boltann og lenti ekki alveg ein og best hefði verið á kosið þannig að hann er alveg að drepast núna.
Já fyrir forvitna þá vann eldhúsið 11- 7.
Ég ætla að eyða kvöldinu í Lost þætti og kannski ef ég næ því einhverja Prison Break þætti. Bara slaka á og ekki hugsa um morgundaginn eða vikuna framundan.
Spáin fyrir sumarið er einhvern veginn að skýrast þessa dagana og virðist sem Sverrir og Hekla fari heim í kringum 10. júní og verði fram í miðjan október, þá nær Sverrir að vinna ágætlega mikið. Ég býst við því að koma þá heim í fyrstu vikunni í ágúst og vera í 3 vikur. Þ.e. ef ég er ekki búin að gefast upp á vinnunni, sem gæti alveg eins verið og mér verður alveg fyrirgefið og það er sko barasta ekkert að því! Enn finnst mér þetta skemmtilegt þannig að ég er ekki hætt enn.
Ég var að tala við stelpu í dag sem var að vinna nokkrum sinnum á Joia sem stóð sig greinilega ekki eins vel og ég því að hann vildi bara fá hana svona af og til og vildi ekki borga henni. Þetta er eina leiðin sem maður fær að vita að maður er að standa sig ágætlega.
Æ nú man ég ekki hvort ég var búin að skrifa það á bloggið að Herra Leemann(Snillingurinn) hrósaði mér ansi mikið um daginn. Hann sagði við samstarfsmann sinn að ég væri mjög góð og að það væri mjög gott að vinna með mér! Ég er alveg rosalega ánægð með það. Svo í fyrradag þá komu inn ostrur og ég er náttúrulega orðin snillingur í ostrum eftir Krogs-ævintýrið og Herrann var að bagstra við eina ostru með Parmesanhníf og það var ekkert að ganga neitt æðislega vel hjá honum, þá kom ég með ostruhnífinn minn og hann bað mig um að opna eina til að sýna, sem ég gerði að sjálfsögðu og var svo snögg og örugg með þetta þá fóru þeir að spyrja mig spjörunum úr hvernig væri hægt að nota þetta og vökvann frá þeim og svo videre og ég svaraði öllu að vörmu og var með svörin á reiðum h0ndum þannig að núna er ég kölluð ostrusérfræðingurinn,hehe. Ég var svo ánægð að geta þetta og fá þessi viðrbrögð frá þeim að ég var eldrauð í framan ég roðnaði svo mikið,hehe algjör kona, ekki satt?!

jæja ég ætla að byrja á lostþættinum á meðan Sverrir í í baði.

Engin ummæli: