Enn og aftur er maður kominn til blogspot. Þeir standa sig víst best í þessu og það er eins gott að einhver kommenti eftir að maður er búinn að standa í því að skipta um bloggsíðu,ha!
Annars var skemmtilegt gærkvöldið hjá mér, þar sem það leið yfir mig í miðri keyrslu, ekki skemmtilegt. 'Eg er alveg komin með nóg af þessu helvítis mígreni, sko nú er ég hætt að drekka kaffi og orðin hálfgerð grænmetisfokkinæta og set í mig pillu á hverjum morgni til að fá ekki kast og svo kemur kast í miðri keyrslu! Ekki sanngjarnt!
En svo segja læknarnir að ekkert meira sé hægt að gera. Yfirmaðurinn minn var nú ekki á sama máli og benti mér á einhvern hómópata sem hann er með og er einhver kraftaverkamaður, en þar sem hann er prívat þá kostar hann líklegast morðfjár sem við eigum ekki.
Fór í morgun á bílnum í hinn enda borgarinnar til tannlæknis og borgaði 70 evrur fyrir kjafthreinsun og var í umferðarteppu í 2 tíma með massívt mígreniskast á leiðinni heim, náttúrulega stóhættulegt en þar sem við eigum ekki bót fyrir boruna á okkur, sérstaklega eftir tannlækninn, og metró og strætó í verkfalli, vespan í vinnunni og Sverrir ekki með bílpróf þá var lítið annað að gera en að halda áfram og reyna að komast klakklaust heim. Sem betur fer var umferðarteppan því þá fór maður ekki hratt yfir.
En allt er gott fyrir utan þetta mígreni mitt.
Hekla er byrjuð aftur á leikskólanum og er að fíla það vel. Sverrir er í fríi þessa vikuna þar sem skólinn er í skólaferðalagi og Sverrir varð að vera hér með heklu sína þannig að hann er hér að læra.
Ég hefði ekki átt að hrósa honum svona mikið með hreinlætið hér á bæ þar sem það er búið að vera allt í rústi síðan ég sagði þetta hér á netinu.
En honum er fyrirgefið þar sem hann er einn með Heklu og í skólanum alltaf að læra!
Hekla stækkar og stækkar og verður meiri dúlla með hverjum deginum.
Hitinn er farinn að hækka þannig að um leið og hún kemur inn um dyrnar er hún farin úr öllu nema nærbuxunum og nærbol og stríplast hér um. Hún er líka farin að vera með sömu krakkastæla og allir krakkar að fara ekki á klósettið fyrr en hún er alveg að pissa í sig og búin að halda um pjölluna í svona hálftíma og segjast ekki þurfa að pissa.
Hún elskar allt og alla núna alveg ofboðslega mikið að eigin sögn, og notar þessi orð óspart, alveg hrikalega sætt. Hún er fann helvítis nammiskúffuna og er alltaf að ná sér í eitthvað þaðan og þá sérstaklega sleikjóana og þá segjum við nei en hún getur endalaust r0öflað um þetta. Hún gerði eitt um daginn sem mér fannst ekkert smá fyndið.
Hún vildi fá sleikjó og við vorum búin að segja nei, þá fer hún inn í herbergið sitt og segir,, sko ég er mamma og mamma á heima hér og hér er laugardagur!!!". Já fyrst að maður fær ekki það sem maður vill útaf aðstæðum þá er bara að breyta aðstæðum sér í vil, ágætis hæfileiki ekki satt?
Við erum að fara að spila fótbolta með eldhúsinu á sunnudaginn, Sverrir spilar og ég horfi á og kannski cheerleada eitthvað. Vonandi skemmtum við okkur vel.
Æ hvað ég vildi að það væri auðvelt að setja inn og skoða video af Heklu, þau eru svo fyndin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hae beibí!
Til hamingju med nýja sídu... thetta líst mér vel á. Mér líst hins vegar djofullega á thetta mígrenti thitt elskan mín og heimta ad thú farir og látir thennan hómómann tékk á thessu, thad er stórhaettulegt ef thad er alltaf ad lída yfir thig thví thú getur lent á hausnum.
Jaeja nóg módurlegt noldur í bili, hlakka til ad lesa meira.
Thín elskandi kata
Gott gott að það sé komin ný síða nú getur maður sko blaðrað!
HAHAHAHAHA tók ekki eftir lýsingunni á þér! Bara gjörsamlega fyndið!!
Skrifa ummæli