miðvikudagur, maí 24, 2006

Í meira fokki en ég bjóst við!

Já líkaminn fór greinilega í meira fokk ne ég gerði mér grein fyrir við þessa miklu vinnu, ég er sem sagt búin að vera á túr í 2 vikur núna, venjulega er það 3 dagar, ég er að sjálfsögðu að skemmta mér konunglega yfir þessu eins og gefur að skilja!
Ég kláraði Flugdrekahlauparann, jesús minn hvílíkur hryllingur, þá er e´g náttúrulega ekki að tala um bókin heldur söguna, hræðileg frásögn ég grenjaði og grenjaði eins og mér væri borgað fyrir það. Ég les af þessum ástæðum mikið af ruslbókum sem myndi kallast comedy-drama ef það væri bíómynd, ég grenja alltaf svo mikið yfir hinum bókunum og get ekki hætt að hugsa um þær og velti mér uppúr þjáningum söguhetjanna endalaust, dreymir þetta á nóttunni. Mig t.d. dreymdi í alla nótt að ég væri komin til Afganistan. Ég vildi óska að ég gæti slitið mig frá þessu og lesið þessar bækur eins og venjulegt fólk, lokað henni þegar hún er búin og sett hana upp í hillu og gleymt, ég bara get það ekki, hugsa endalaust um þetta.

Ég er komin með bankastarfsmann! Ég hef tekið eftir því að einn af starfsmönnum bankans míns(eða pósthússins öllu heldur) er byrjaður að benda mér á að koma til hans þegar hann er laus, það er númerasystem í gangi en honum er alveg sama þó að það séu 10 mans á undan mér í röð, ég fer fram fyrir alla vegna þess að hann vill afgreiða mig. Hann er ekki að fara að reyna við mig ef þið haldið það því að greinilegri homma hef ég sjaldan séð. Hann er mesta yndi og ég fíla hann mjög vel, hann vill allt fyrir mig gera þó svo að það sé ekki alltaf hægt, hann sagði mér t.d. núna í dag að næst þegar ég kæmi ætti ég að koma beint til hans, ekkert númeravesen. Dekur.

Ég þreif bílinn í gær, fann þvottastöð, það þarf reyndar að borga fyrir en það er svona eins og á planinu hjá IKEA heima, mjög þægilegt og ekkert dýrt heldur.
Ég þreif líka ofninnn og jesús minn hvað hann var viðbjóðslega skítugur, ég mæli líka með því fyrir þá sem eru að fara að kaupa sér ofn að kaupa ofn sem hægt er að taka loftið úr og þvo í vaskinum. Það var frekar böggandi að reyna að þvo skítinn á milli grillteinana, ég get svarið það ég var 2 tíma að þrífa helvítið. Best að fara betur með dýrið núna og þrífa betur á milli.
Hvað ætti ég að þrífa í dag, eldhúsið? hmmm..... æ ég tek bara fullt af þvotti eða eitthvað.

Hekla er að raða uppúr sér gullkornunum þessa dagana og ég vildi óska að ég myndi þetta allt saman en ég man þó kannski smá.
Hún sat á klósettinu að kúka og þá heyri ég allt í einu kallað:
,,já kúkur! Flott hjá þér!"
og kúkurinn datt í vatnið
það eru greinilega allir vinir Heklu minnar.

Hún kom heim einn daginn úr leikskólanum og ég spurði hana hvort ekki hafi verið skemmtilegt í leikskólanum og hún svarar:
,, jú og hann Alessandro var að hjálpa mér í skóna mína, hann er soldið fyndinn, hann er alltaf að bulla"
hehehe þá er aumingja drengurinn náttúrulega að tala ítölsku, Heklu finnst þetta afskaplega fyndið að allir skuli bara vera að bulla allan daginn.

Það er greinilegt að mamma er alltaf að villast því að nú leikur hún sér að því að þykjast vera að lesa af landakorti, hvert hún eigi að fara og hvert ég eigi að fara svo segir hún :
,, jú mamma, þú getur þetta alveg!"

3 ummæli:

Ólöf sagði...

ohohoh ég hlakka svo til að fá hana heim, þú verður að segja Sverri að hann verði að vera duglegur að koma með hana á Laufásveginn!!

cockurinn sagði...

Hehe hann er eiginlega ekki enn búinn að ákveða sig hvort hann verður þar eða heima hjá sér, vegna plássleysis þar. Það kemur allt í ljós í næstu viku, þegar hann getur hugsað um eitthvað annað en skólann

Dýrið sagði...

ég ældi næstum af gráti yfir þessari bók... annað er ekki hægt!
Eru hekla og sverrir að koma heim??? En ekki þú?