Úff ég er alveg að farast úr harðsperrum eftir fyrradagsjógaið, ég greinilega tók vel á því ein heima.
Ég er búin að vera eins og undin tuska og er ekkert að ná mér uppúr því, þetta tók greinilega aðeins meira á líkamann minn en ég hélt. Vonandi fer ég að hressast svo að ég geti notað ofnahreinsiefnið sem ég var að kaupa, hlakka mikið til!
Ég þarf líka verulega að þrífa bílinn okkar hann er orðinn hrikalega skítugur, það er bara ekki eins auðvelt hér og heima, hér þarf maður að borga fyrir þið vitið svona almennilega þjónustu, það er ekki hægt að fara bara á næstu bensínstöð og þvo og ryksuga, nei hér eru bensínstöðvarnar eitt lítið skýli á götuhorni með 2 bensíndælum og kalli sem situr á stálstól fyrir utan skýlið til að aðstoða þig með bensínbyssuna. Ég fór því til húsvarðarins hér og spurði hana og hún benti mér á 2 staði hér nálægt sem ég ætla að tékka á og vona að ég villist ekki á leiðinni.
Ég gerði sko almennilegan mat handa kallinum mínum í gær. Það var nautalund með ekta bernaise sósu og franskar kartöflur og fylltir sveppir með gráðost og ricotta léttsteiktir í smjöri. Hann táraðist næstum því yfir gleði! Hehe eða svona þannig, kannski smá ýkjur, en hann var allavegana mjög feginn að fá loksins almennilegan mat. En ég get nú samt ekki látið vera að segja ykkur frá því að minn maður fór í sérstaka búð hér í borg sem að sögn átti að selja pakkabernaise, sem betur fer var hún ekki til í þetta skiptið. Það er haldið fast í hefðir á þessum bæ.
Mamma og pabbi koma í heimsókn 9.júlí og ég hlakka ekkert smá til að fá þau, þá verður sko gaman, eða allavegana í 2 tíma á dag. Vonandi fæ ég frí til að fara með þeim út að borða á staðnum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
ohh viltu elda nautalundir fyrir mig!!
jebs um leið og ég hef tíma til að fara í flugvélina mína og skreppa til ÍS-lands
Þú náttúrulega ert ekkert eðlileg. Sjálfspíningarhvötin þarf að vera virkilega mikil til að fá harðsperrur eftir heimaleikfimi
FROSTOGÓGEÐSLEGAMIKILVINDSlands
hehee já ég er nettur masókisti.
já ég frétti af hitabylgjunni á Íslandi
Skrifa ummæli