föstudagur, maí 26, 2006
Úff letidagur dauðans
já það var sko ekki verið að stressa sig á hlutunum í dag, bara legið í leti mestan part dagsins ogsvo fór ég með Heklu á hjólinu sínu út í garðinn og við vorum aðð leika okkur þar í dágóðan tíma, ég var reyndar að steikjast í gallabuxunum mínum, allt of heitt fyrir gallabuxur. Þegar heim var komið þá vildi Hekla endilega þrífa svalirnar(þar sem að vatn kemur við sögu, þá er alltaf gaman hjá Heklu). Við gerðum það, ég ákvað að nota bara vatn en enga sápu, og svo var hún að dunda sér með tusku og vatnið í hitanum bara á nærbuxunum. Reyndar þegar hún var búin að vera dágóðan tíma heyrði ég mikið vatnsgutl og sá þá að ansi mikið vatn lak útaf svölunum, mér leist ekki á blikuna, þar sem ansi mikið af fólki labbar hér framhjá og sérstaklega á þessum tíma dagsins, þannig að ég hljóp út og fór að reyna að dreifa þessu einhvern veginn eða að þurrka og Hekla beilar inn, fyrir neðan er svo einhver kona að ibba sig útaf vatninu sem lak niður og ég kalla á móti að dóttir mín hafi verið að leika sér og afsaka mig, þá var mikið hlegið og gert grín og sagt að þá væri þetta sko allt í lagi. Ítalir... ef það eru börn þá er alltí góðu.. ef það er mamma þá er líka allt í góðu.... ef það er amma þá er sko allt í góðu!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
halló halló
hérna hvar ertu? Er allt í lagi, þú ert ekki einu sinni á msninu, er svona gott veður?
Hvað er að þér?'?????? Ég fíla mig eins og palli var einn í heiminum í bloggheiminum, það skrifar enginn hjá mér og þú ert í fríi og skrifar ekki einu sinni!
hæ!
töff stönt hjá heklu að beila inn eftir skvetturnar, djöfull hljóma ítalirnir næs.
Prófaðu hvað þeir þola og pissaðu á svalirnar næst... hlakka geðveikt til að vita hvort barnapiss í hári sé nó problemó eða ekki!
hae saeta sigurrós
rosalega er hekla saet, og ordin svo lík thér, allavega thessi sigurrósar-prakkarasvipur!!
ég fylgist med ykkur, ýkt gaman.
sólarkvedja frá barcelona
harpa og family
Takk stelpur! He he já ég er að spá í að gera þett næst, sjáum hvort Hekla er til í að pissa á svalirnar,hahaha
Skrifa ummæli