fimmtudagur, júní 01, 2006

Loksins aðgangur að tölvu

Já þá fær maður loksins aðgang að tölvunni,það er rétt sem þeir segja að pör þurfi 2 tölvur!
Annars er svo sem ekki mikið að gerast hér á bæ, lífið gengur sinn vanagang og Hekla verður stærri og stærri, ég get svarið það af öllum þroskastigum hingað til á hennar 3 árum þá er þetta þroskastig alveg magnað, hún pikkarupp nýtt orð í orðaforðann á hverjum degi og nýjar uppgötvanir, það er ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með þessu hjá henni. Hún er núna t.d. farin að greiða á sér hárið á hverjum morgni, eitthvað sem ég varð að berjast til að gera á hverjum morgni hér áður, núna stendur hún fyrir framan spegilinn og greiðir sér alveg heillengi. En matvendni hennar er ekkert að lagast, hefur það að sjálfsöðu frá föður sínum.
Ítalirnir eru nú alveg met, ég gekk framhjá konu í gær sem stóð og betlaði og var með 2 börn hjá sér(ekki sígauni) hún stóð fyrir framan bar með ekkert í bauknum, Hekla var svöng svo að við fórum inn á barinn til að kaupa brauð handa Heklu, hún vildi ekkert sem var með áleggi þannig að ég spurði hvort þeir ættu bara brauð og þeir gáfu okkur þá brauðið og við fengum ekki að borga fyrir það! Kannski voru þeir búnir að gefa hinum börnunum líka, ég veit svo sem ekkert um það en þetta var soldið einkennileg staða.
Jæja þá er Prison Break serían búin ásamt Lost og ég er búin að lesa þriðju bókina. Nett súrt þetta með þættina en maður bíður þá bara spenntur eftir haustinu, eitthvað að hlakka til þið vitið.
Kvíðinn er byrjaður að læða sér að mér eina ferðina enn, en nú er ástæðan ljós og ekkert við henni að gera, það er að Hekla og Sverrir eru að fara og ég verð hér ein eftir. Hvað gerir maður án nærvistar barna sinna?????
Það er búið að vera heldur kalt hér að mínu mati, þar sem ég vil helst vera í 30+, en núna er bara 20 gráður og soldið kaldur vindur en það á að hlýna í vikunni.
Ég fór í heimsókn í vinnuna í fyrradag og allir tóku mér mjög vel og ég fékk meira að segja koss á báðar kinnar frá Signor Leeman. En því miður höfðu þeir brotið ostruhnífinn minn, frekar súrt þar sem þetta fæst ekki hér en eg ætla að athuga hvort Anna Helga sé nokkuð til í að kaupa nokkra svona fyrir mig.
Kláraði Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson, ágætis bók heldur hæg fyrir spennufíkilinn mig, fer næst í Valkyrjur eftir Þráinn Bertelsson.
Fer á morgun út að borða með stelpunum hér, við förum á mjög kúl stað og ætlum aðeins að skemmta okkur, hlakka mikið til.
Svo ætla ég að reyna Waveboarding á sunnudaginn, vonandi verður maður í standi til þess. Þetta er eins konar snowboarding á sjónum. Gaman gaman.
æ eins og þið sjáið er ekki mikið í fréttum hér þannig að ég ætla að láta röflinu lokið að sinni.

Engin ummæli: