já loksins hef ég tíma til að anda. Það er búið að vera brjálað að gera þessa vikuna, við vorum að skipta um matseðil og það er tískuvika karla þannig að ég er búin að vera að vinna 14 tíma á dag og er svooooo þreytt ég get varla talað.
Vekjaraklukkan hringdi ekki einn morguninn þannig að ég vaknaði alltof seint(sem er að því leyti gott að ég gat þá greinillega sofið)sem þýddi að ég gat ekki farið á bílnum og ekki heldur í metróinu því það er vibbi á morgnana og þar að auki allt of troðið þannig að það eina í stöðunni var að taka hjólið og bruna í bæinn, það var reyndar alveg loftlaust í aftara dekkinu en ég reyddi það hlaupandi út á bensínstöð og lét blása í það(sem tókst ótrúlegt en satt þar sem hjólið mitt er með einkennilegan ventil)allavegana ég bruna niðrí bæ og er masssa sveitt og hjóla eins og brjálæðingur með ipodinn í hæsta látandi bíla stoppa fyrir mér og svona, þetta tók mig sem sagt 10 mínútur, hehe ég var alveg búin á því þegar ég kom í vinnuna svo þegar ég kom kom í ljós að ég var 15 mínútum of snemma og var fyrst á svæðið, hmmm... hefði átt að stressa mig meira á þessu ekki satt, ha?!
En núna fer ég sem sagt á hverjum morgni á hjólinu(rólega) og það tekur ekki nema 20 mín. og ekkert vesen með stæði, en ég fer svo á kvöldin á bílnum. Ég er bara mjög sátt með það.
En svona til að byrja á byrjuninni skal ég nú segja aðeins frá alveg hreint frábærum dögum með systrum mínum.
Þær komu á laugardaginn og voru miklir fagnaðarfundir með okkur, fórum og fengum okkur pizzu og bjór og skoðuðum okkur aðeins um í miðborginni, svo fórum við heim og ég dreif mig í vinnuna og stelpurnar að taka sig til. Ég gat ekkert að því gert en ég var pirruð á því að þurfa að fara í vinnuna. En svo komu stelpurnar og borða og allir strákarnir í eldhúsinu og salnum hétu því þá og þegar að fara til Íslands!
Það var mjög súrealískt að standa í eldhúsinu og sjá systur mínar borða matinn sem ég og vinir mínir vorum að elda fyrir þær. Eftir matinn var náttúrulega mikið að gera þannig að ég þurfti að vinna aðeins lengur, hmmm... kemur á óvart! En svo fórum við stelpurnar á bar við Naviglio Grande og sátum og spjölluðum yfir bjór til klukkan 4 um nóttina. Ekkkert smá gaman. Daginn eftir fórum við svo snemma af stað á ströndina, ég var ekki alveg viss á byrjuninni á leiðinni þannig að ég spurði húsvörðinn sem var útí glugga hvert ég ætti að fara og hann byrjaði að útskýra það fyrir mér svo segir hann alltí einu, æ heyrðu ég fylgi þér bara þangað sem afleggjarinn er, sem reyndist svo vera heillöng leið. Ekkert smá næs gaur!
Dagurinn var svo yndislegur, bara legið í sólbaði á ströndinnni með systrum sínum,mmm.. algjört æði. Svo á leiðinni heim bjóst ég við svaka bílaröð inní borgina en nei ekkert, ekki ein einasta bílaröð allan tímann þannig að heimleiðin tók ekki nema 1 1/2 tíma! Daginn eftir fór ég svo í vinnuna og stelpurnar byrjuðu að fara í bæinn, en svo eftir 12 þá var lítið að gera í vinnunni þannig að ég spurði hvort ég mætti fara og fékk það leyfi þannig að ég var að hanga með þeim í bænum til klukkan 5 og þá var komið að heimför hjá þeim og mér í vinnuna aftur. Það var helvíti erfitt að kveðja!
Eftir það er ég búin að vera að reyna að finna ástæður til að vera hér áfram, eins og t.d taka saman það sem ég er búin að læra og svona en ég er ekki að finna neinar ástæður, ég lærði miklu miklu meira á Krogs og er barasta ekkert mikið að læra hér,jú náttúrulega eitthvað en ekki nóg, ég er komin með leið og ég veit ekki hvað ég á að gera, skynsama hliðin segir mér að halda þetta út en svo er örvæntingarfulla hliðin að öskra á mig að drulla mér heim!
Það eru allir svo þreyttir eftir þessa vinnuviku að fólk er í ruglinu, t.d er einn strákur að vinna með mér sem var að elda fyrir fátæka í Afríku í einn mánuð og hann fór að lýsa fátæktinni í matnum einn daginn og byrjaði að gráta, greyið. Svo daginn eftir var Simona vinkona mín með myndavélina sína og vildi láta taka mynd af okkur tveim saman og ég heyrði ekki í henni, þð var einhver annar að tala við mig, svo segir hún allt´í einu við mig ,, af hverju vilidirðu ekki láta taka mynd af þér með mér?" og fór að gráta, ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og byrjaði að afsaka mig og sagði henni svo að ég myndi koma með myndina af okkur saman sem Óla tók og þá tók hún gleði sína á ný og svo seinna um kvöldið tókum við mynd af okkur saman, svo á morgun förum við á ströndina. En ekki nóg með þetta fór ég svo að grenja aftur daginn eftir, þeg ar klukkan var orðin 16.00 og ekkert lát á vinnu þannig að það leit út fyrir að ég fengi ekki nema hálftíma í hlé. Eins og ég segi erum við öll í ruglinu þarna núna.
Annars er hitinn hér alveg svakalegur 36-38 stig uppá hvern einasta dag og sól, ég er sátt en aðrir eru ekkert allt of sáttir. Ég þarf að skipta um nærbuxur ansi oft á dag þar sem maður svitnar svo mikið og þá sérstaklega á leiðinni heim á hjólinu. Í vinnunni núna þá stend ég kjurr og svitna! Við vorum þó með viftur á Krogs en þarna er bara látið sig hafa þetta og haldið áfram að vinna. Ég skil ekkert í ítalska liðinu að láta þetta yfir sig ganga! Að enginn skuli láta vita af þessu, ég trúi því ekki að þetta sé leyft innan Evrópusambandsins! Þvílík þrælkun og maðurinn hefur samvisku í að láta mann hafa,MEÐ BROS 'A VÖR, 400 evrur fyrir! Ég hef eiginlega komist að þeirri niðurstöðu að hann er samviskulaus og gráðugur! T.d var að koma til okkar nýr meðlimur frá Suður Kóreu, hann kemur úr matreiðsluskóla þaðan í einskonar skipti vinnu, nema hvað að Signor Leemann segir við skólann að hann hafi herbergi fyrir drenginn! Herbergið er hinn mesti viðbjóður, þar er ógeðsleg myglulykt, skordýrin leika sér þar að manni og ekki nóg með það heldur er sameiginlegt baðherbergi MEÐ STARFSMÖNNUM VEITINGASTAÐARINS, sem eru samtals um 20 manns og þ.a.l hinn mesti viðbjóður og ég myndi ekki skíta þar þó mér væri borgað fyrir það! Finnst ykkur þetta heilbrigt??? Að maðurinn skuli bjóða uppá þetta, enn og aftur með bros á vör, er alveg hreint með ólíkindum. Greyið drengurinn er búinn að vera alla vikuna með bauga niður á hæla(´þó hann vinni ekki nema 6 tíma á dag) allur útí moskítobitum(á stærð við Ísland)og jú bara næstum grenjandi yfir þessu. En hann sagðist vera búinn að finna íbúð og flytji inn í dag. Sniðugt sem Kóreubúar hér hafa, það er einhvers konar viðskiptanet, þannig að þú færð bara einhverja verfsíðu og segist vera kóreubúi að leita að .. einhverju.. og þá færðu svar á innan við klukkutíma. Við vorum öll að segja honum að hann myndi þurfa að leita sér að herbergi eða íbúð í geðveikt langan tíma en hann reddar þessu bara á no time! Flott hjá honum!
Ég er núna búin að vera að lesa Heimskir hvítir karlar eftir Michael Moore og horfði svo á myndina hans Farenheit 9/11, hvílíkur viðbjóður! Þá er ég að meina Bush, og hvílíkir heimskingjar sem búa í Bandaríkjunum, ok hann svindlaði sér inn en hann var samt með næstum helming atvæða ekki satt, sem þýðir að næstum helmingur þessara heimsku kana vildi fá fíflið í stólinn! Michael Moore er mesti snillingur í heimi, sjáðu á meðan ég skrifa þetta er ég strax orðin smeyk við að nú komi einhver og taki mig fasta fyrir eitthvað sem ég gerði ekki bara útaf því að ég skrifaði BUSH ER FÍFL á netið!!!
Díses ég er hér uppí rúmi að skrifa á bloggið mitt og er strax að verða of sein í vinnuna, finnst ykkur þetta eðlilegt.
hmm.hmm eins og sést er langt síðan ég leit í Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn bókina..... Jákvæðar hugsanir inn neikvæðar hugsanir út,, repeat!
Jæja best að hoppa upp í bílinn sinn og koma sér í kokkagallann!
Hvernig og hvenær datt mér í hug að verða kokkur, er ég hálviti!
Fyndið samt hvernig maður getur stundum séð björtu hliðarnar í lífinu á sínum verstu stundum, ég var í fyrradag á mínum 14. klukkutíma í vinnunni og fór að hugsa um bílinn minn og hvers konar letilífi ég lifi, að geta bara hoppað uppí bíl og ýtt fætinum rétt aðeins niður og upp og búið og ég væri komin á áfangastað, merkileg uppfinning þessi bíll, og brosti svo út í kampinn!!!!
föstudagur, júní 30, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Hæ Sigurrós,var að lesa bloggið þitt,þetta er svakaleg vinna þarna hjá þér.. í þessum hita. Þú ert nú svo mikil hetja ég dáist alveg að þér,reyndu samt að njóta þessa tíma(sem ég veit þú gerir) sem svo kemur ekki aftur og mun lifa svo sterkt í minningunni hjá þér.
Svo styttist í heimkomu hjá þér ,þá verður nú gaman hjá ykkur fjölskyldunni ,hlakka til að sjá þig þangað til vertu dugleg..Kveðja Bára.
Hæ það er alveg spurning hvort maður eigi að vera að taka þátt í svona þrælahaldi, þetta er hreint út sagt viðbjóðslegt og svo ólöglegt!!!
mm ég veit!
http://blogywood.blogspot.com/2006/07/burps.html
vinkona handa þér
jamm langt bréf, spáðí að búa með þessum dúd
meiriháttarskemmtilegur hlátur!
jamm langt bréf, spáðí að búa með þessum dúd
meiriháttarskemmtilegur hlátur!
http://shocktheman.com/
ahahahaha kom mér í mj0g gott skap dúdinn með spliffið! ekkert smá góður
Skrifa ummæli