Já´eg ligg hér heima á þriðjudegi með mígreniskast. Það byrjaði í gær með því að ég hrundi niður í vinnunni(meiddi mig ekkert smá í hnéinu og mjöðminni) og var sett inn í búningsherbergi á stól, ældi smá og settist aftur og það leið yfir mig aftur, af stólnum. Yfirkokkurinn var mjög næs og var að hjálpa mér og setja á mig kaldann bakstur allan tímann og mér leið svo illa að það endaði á því að ég lagðist í gólfið(sem er vibbi)og beið eftir leigubílnum. Það reyndar kom enginn leigubíll þannig að einn af þjónunum keyrði mig heim og fylgdi mér inn, sem betur fer því ég gat varla gengið. Þeir hringdu svo í mig um kvöldið til að athuga hvort að ekki væri allt í góðu hjá mér og hvort að mig vanhagaði um eitthvað, mjög indælir. Ég hef ekki fengið svona massívt kast síðan árið 2000, sem þýðir að ég er greinilega undir of miklu álagi og ég fer á mánudaginn þegar yfirmaðurinn kemur úr fríi og læt hann vita að ég sé að hætta, vonandi skilur hann það.
Annars var helgin ágæt, ég var bara í afslöppun á laugardaginn, ákvað að gera ekki neitt, ekki einu sinni jóga, fór svo bara í vinnuna en eins og venjulega var ekki búin fyrr en um eitt leytið. Á sunnudeginum reif ég mig framúr um klukkan 7.30 kom mér í gírinn fór og náði í Simonu og við brunuðum á ströndina, svitnuðum þar til klukkan 17.00(reyndar er napólska stelpan ekki með neitt strandaþol þrátt fyrir uppruna) og þá drifum við okkur til Mílanó, lentum í röð þannig að heimferðin tók 3 tíma( á meðan ferðin á ströndina tók 1 1/2 tíma) en þegar við komum í bæinn fórum við á napólskan pizzastað og fengum okkur pizzu. Pizzan var hreint guðdómleg, ekta napólsk( fyrir þá sem ekki vita er uppruni pizzunnar í Napólí) og við borðuðum á okkur gat, fyrst í forrétt borðuðum við djúpsteikt fyllt zucchini blóm,mmmm... og svo pizza Parmigiana, mmmm svo hálfa pizzu á mann til viðbótar vegna þess að ,, ég bara varð að smakka þessa pizzu!" sem var með fyllingu inni í endunum ég gat ekki klárað ég var orðin svo södd en svo bara ,,varð ég að prófa þennan eftirrétt!" samkvæmt Simónu og þess vegna var pantaður eftirréttur til viðbótar. Ég get svarið það ég var að fara að æla ég var svo södd. Simona sagði að þegar hún væri heima þá væri sko borðað miklu meira og að ég yrði að koma til hennar í heimsókn, sem ég er fullkomlega sammála og ætla að gera vonandi sem fyrst.
Sko settu saman íslenska stelpu og napólska stelpu og þú ert komin með mjög fína og einstaklega líka blöndu. Við Íslendingarnir erum miklu líkari suður-Ítölunum heldur en norður ég er alveg búin að komast að því.
Ég á alveg rosalega mikið til í ísskápnum maður, það er núna ein pizza eftirog ég verð að skipta henni í tvennt og borða hálfa í hádeginu og hálfa í kvöld, þar sem ég get ekki farið í búðina og hef ekki haft tíma til að fara í búðina í 2 vikur. En mér finnst ég hafa verið alveg rosalega sniðug síðast þegar ég fór í búðina, að kaupa bara frosnar vörur því að annars hefði ég bara þurft að henda í ruslið.
Ég var að fá tilboð frá Kanada aftur að senda þeim uppskriftir, ég er rosalega ánægð með það. Það er Íslendingakvöldverður í september á kvikmyndahátíð sem hún vill að ég sjái um.
Ég vildi bara óska að ég gæti farið þangað og verið með í fjörinu, þ.e. að sjá um veisluna.
Ég þarf að fara að byrja á nýrri bók, mamma sendi mér nokkrar og ég ætla að fara næst í spennureyfara eftir James Patterson og heitir ,,4.Júlí".
Ég horfði á Basic Instinct og Domino í gær og Basic Instinct saug feitan ekkert smá léleg! Alveg sko VERULEGA léleg! Hins vegar var Domino ekkert smá góð, Mickey Rourke kom manni laveg rosalega á óvart, var hann ekki alltaf svo lélegur leikari? Jæja hann var það allavegana ekki í þessari mynd og Keira Knightley var ekkert smá góð, bara í alla staði mjög góð mynd.
Ég ætla að horfa á V for Vendetta í dag eða í kvöld og er það síðasta myndin sem ég á í safninu :-( þar sem dílerinn minn er í fríi þessa dagana. Ég skemmti mér yfir Kvikmynd.is í gærkvöldi í smá tíma, shit hvað sumt þarna er fyndið.
Ég fékk símhringingu í gærkvöldi frá dóttur minni og það var til að segja mér sérstaklega frá því að kötturinn Klara hefði verið að leika sér að mús og að pabbi hefði bjargað músinni og að núna skammaðist Klara sín voða mikið og lægi undir rúmi. Þegar búið var að segja mér frá þessu ætlaði ég að fara að spjalla við stúlkuna en þá fékk ég bara ,, mm.. ég nenni ekki að tala meira við þig!" og hana nú! Yndislegt hvað þessi börn eru hreinskilin.
Jæja best að fara og ná sér í einhverjar kræsingar úr ísskápnum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
mér finnst gott hjá þér að gefa skít í þetta!
takk, gott að einhverjum finnst það :)
Ertu þá að koma heim skvís? Vona að þér líði betur
já það lítur út fyrir það.
Skrifa ummæli