Já ég er enn með svima, vonandi getur læknirinn séð eitthvað útúr þessu.
Annars var ég að klára bókina 4.Júlí eftir James Patterson og var hún bara ágætis afþreying, fíla ágætlega svona spennutrylli, það hefði reyndar alveg verið hægt að sleppa lögfræðiruglinu en, þrátt fyrir það fín bók. Fer næst í Veronika ákveður að deyja eftir Paulo Coelho. Vona bara að hún sé ekki of erfið.
Það er loks farið að rigna hér og fylgja því miklar þrumur og eldingar, mér finnst það æði og vildi ég helst fara út undir beran himinn og dansa í rigningunni, ef ég væri ekki svona hrædd um að vera nauðgað myndi ég gera það!
Ég verð að koma mér á einhvers konar sjálfsbjargarnámskeið til að geta hætt þessari eilífu hræðslu.
Simona vinkona mín er mesta dúlla í heimi. Hún er búin að hafa svo miklar ahyggjur af mér og er alltaf að hringja og tékka á mér. Svo segir hún alltaf,.. sko þú verður að vera heima og hvíla þig ekkert vera að koma í vinnuna, það er ekkert að gera og þú þarft bara að hugsa um sjálfa þig, ef þú kemur í vinnuna á morgun þá lem ég þig ,OK!.. Svo hlær hún háværum og miklum hlátri, hún er mjög ítölsk! En hún hefur rétt fyrir sér ég verð að hugsa um sjálfa mig núna, en helvíti er það erfitt!
Ég var að tala við Ásu í símann áðan æ hvað ég er farin að sakna vina minna. Hlakka mikið til að hitta alla.
Horfði loksins á Million Dollar Baby, helvíti góð mynd! Að sjálfsögðu var Swank framúrskarandi og mér finnst alltaf gaman að horfa á leik Clint Eastwood, snillingur maðurinn og ekki skemmir útlitið fyrir, þó að hann sé hundgamall er hann alltaf jafn flottur.
Horfði líka á The Way of the Gun, hvílíkt blóðbað, jesús minn mér fannst nú ekki mikill leikur vera í gangi í þeirri mynd og ekki hefur handritið verið í þykkari kantinum, en hún var svo sem vel tekin og flott, ágætis plott.
Maður kemur ýmsu í verk þegar maður situr einn heima og borðar frosnar pizzur og ístoppa, eða bara eitthvað sem er til í frystinum.
fimmtudagur, júlí 06, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli