Já hausinn er enn í ruglinu 3. daginn í röð. Ég fór í morgun á bílnum(ég veit, ekki mjög gáfulegt) í bankann ég varð að leggja inn ávísunina, launin mín koma í ávísun og það tekur 7 virka daga fyrir hana að fara í gegnum kerfið, þannig að það er eins gott að koma henni inn í bankann sem fyrst. svo var ég líka búin með vatn og frosnu pizzurnar þannig að ég varð að fara í búð líka, þetta var ekki þægilegt.
Ég var líka að fá sektir sendar heim vegna þess að hér eru nokkrar götur sem ekki má keyra á og þær eru illa merktar ,,Traffico Limitado" og fyrir ofan þetta skilti er myndavél sem tekur af þér mynd og þá færðu sekt senda heim uppá 80 evrur, ég var að fá 3 svoleiðis þar sem ég hafði ekki hugmynd um að ,,traffico limitado" þýddi að ekki mætti keyra þarna undir neinum kringumstæðum, ég hélt bara að þetta þýddi að þarna væri takmörkuð umferð þið vitið ,,limitado=limited=takmörkuð" en það verður að hafa það, ég borga!
já og Ítalir komnir í úrslit, geggjað stuð!
Horfði á V for Vendetta í gær, helvíti góð mynd, mjög sátt. Hún er svo góð leikkona, mér líkar alltaf svo vel við hana.
Það er loksins orðið aðeins kaldara það er núna svona 25-30 í staðinn fyrir 35-38 það er ágætt.
Ég hlakka svo til komu foreldra minna, get ekki beðið!
þriðjudagur, júlí 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
þér verður að vera batnað þegar þau koma stelpa!!
já sæll ef mérverður ekki batnað fyrir þann tíma þá er ég farin upp á spítala, sko!
varð að deila þessari lífsreynslu með þér, indversk orkuveituauglýsing
http://www.pinkbullets.nl/2006/06/filmpjes/indiase_tophit
ahahahaha ertað kynda mig með fyndnu myndbandi. Mæli með að allir klikki á Besefan og horfi á
ekki alveg önnur orkuveituauglýsig en samt
þessi fær örugglega mígreni líka, samt er hann að reynað dansa...
svoltið mikið af kínverjum, gadem
fáviti, ég varð að bæta þessum við. Er hættur for now
ahahaha brrrillíant. Kom mér í mjög gott skap!
Skrifa ummæli