mánudagur, júlí 24, 2006

já ég er trúlofuð!

Loksins bar drengurinn upp sspurninguna sem ég hef beðið eftir!
Hann fór með mig í gögutúr niður í fjöru hér úti á nesi, við settumst á steina og þá bað hann mig um að giftast sér. Hann gaf mér alveg ótrúlega fallegan hring, hvítagull með demant í miðjunni.
Ég er búin með uppskriftirnar í Kanada og sendi þær á morgun.
Fórum í alveg hreint frábært matarboð á laugardaginn hjá Kötu og Kristínu og hitti þar Ásu og Helgu Björt og við sátum og kjöftuðum til klukkan 6.00 um morguninn, það var ekkert smá gaman!

4 ummæli:

Ólöf sagði...

elsku sigurrós,
innilega til hamingju með trúlofunina! gaman að lesa bloggið þitt, fannst kominn tími til að kommenta og gat ekki annað við þessar góðu fréttir :)
... hvað ég hefði viljað vera með í þessu matarboði, gott að vita af ykkur öllum í góðum fíling á íslandi!
risaknús,
lóa

cockurinn sagði...

takk takk! Já þín var sárt saknað!

Nafnlaus sagði...

til lukku með trúlofunina elsku sigurrós og sverrir!!! segir tobba frænka:)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju elsku Sigurrós og Sverrir.
Smelltu einum koss á sætu dóttur þína frá mér :-)