laugardagur, júlí 22, 2006

Knús og kysserí

Ég hélt að mínúturnar daginn sem ég var að ferðast myndu aldrei líða!
Ferðin gekk mjög vel. Sat fyrir aftan Bogomil Font og vini hans á leiðinni heim frá London og ætlaði að sjálfsögðu að þakka þeim fyrir hið frábæra lag ,, Veðurfræðingar ljúga" En þar sem ég er þekkt fyrir að gera mistök í þessum málum þá fór ég að efast um vitneskju mína og hugsaði að kannski voru þetta Baggalútur en ekki Bógómil Font sem gerðu þetta lag þannig að ef ég færi til Bogomil yrði það frekar vandræðalegt, þannig að ég sat hljóð í sætinu mínu og hlustaði á lagið í iPodinum mínum og hló með sjálfri mér.
Þegar ég kom heim hljóp ég í gegnum tollinn og knúsaði og kyssti Heklu alveg í kaf. Hún var alveg rosalega ánægð að sjá mig og er búin að vera að kyssa mig og knúsa síðan!
Ég er núna að vinna að uppskriftum fyrir kvöldverð í Toronto og eru það svo hryllilega girnilegar uppskriftir að ég er slefandi yfir þessu hérna!
En maður getur vonandi hitt einhverja vini sína í kvöld.
Ég var með einn af aðalréttunum í matinn í gær og er það Bláberjamarinerað lambalæri með bláberja og súkkulaði sósu, ofnbakaðar kartöflur með marineruðum sætum kartöflum og meðlætið er papriku og spínatsalat(þar sem eru notaðar rauðar,grillaðar paprikur)með vanillukeim. Þetta var alveg hrikalega gott!

1 ummæli:

Unknown sagði...

Sæl ég var að googla bláberjamarinerað læri og fékk upp þína síðu og hljómar þetta ótrúlega vel hjá þér, sérstaklega sósan.
Ekki væri það mögulegt að þú mundir vilja gefa mér uppskriftina?