þriðjudagur, júlí 18, 2006

Dekurdrós

Já þá er liðin vika af dekri og rólegheitum. Mamma og pabbi voru að fara í dag og við höfum svo sannarlega komið miklu í verk á einni viku.
Við byrjuðum á því að fara á ströndina á Cinque terre og spókuðum og sóluðum okkur þar í 3 daga(2 nætur), það var alveg hreint yndislegt. Þegar við komum til baka var ýmislegt gert á daginn og svo á laugardeginum fórum við í hádegismat til Jole og Piero og vorum þar mestallan daginn og svo um kvöldið fórum við út að borða á veitingastaðnum sem e´g vinn á, Joia. Við fórum með Jole og Piero og Beu(dóttur þeirra) og skemmtum okkur konunglega, og borðuðum alveg hreint frábæran mat. Á sunnudeginum var slakað á fyrri partinn svo seinni partinn fóru mamma og pabbi með Jole og Piero í hjólreiðatúr um Mílanó og fannst það mjög gaman og ég var heima í hugmyndavinnu fyrir kvöldverð sem ég er með í Toronto í september, ég skrapp líka aðeins út að skokka og var dauð eftir 15 mínútur, jóga er ekki alveg að æfa lungun greinilega. Það er reyndar líka soldið mikið heitt, eða í kringum 35 gráður.
Svo á mánudeginum vorum við bara í afslappelsi fram að fyrri part kvölds, því þá fórum við í La Scala á sýningu sem heitir Dido and Aeneas eftir Henry Purcell, þetta er blanda af óperu og ballett sýningu á ensku. Frábær sýning! Við skemmtum okkur alveg ótrúlega vel. Eftir sýninguna fórum við á pizzeriu og fengum okkur pizzu, viti menn eftir nokkrar mínútur ganga inn stjörnurnar úr sýningunni! Við mönuðum pabba og Piero að fara til þeirra og fá eiginhandaráritanir sem þeir gerðu á endanum, pabbi var soldið vandræðalegur en okkur fannst þetta alveg frábært og jú soldið fyndið að sjá tvo gráhærða kalla biðja um eiginhandaráritanir frá óperusöngvurum!
En svo í morgun var gamanið búið eða þannig og þau fóru heim og ég fór í undirbúning brottfarar. Ég er sem sagt búin að vera á útopnu í allan dag á hjólinu mínu þar sem ég er búin að setja bílinn í geymslu hér bakvið húsið.
Ég hlakka svo til að sjá Heklu og Sverri að ég er alveg hreint í ruglinu!
Í kvöld þarf ég svo að fara á veitingastaðinn og tala við yfirmanninn og sjá hvort við getum komist að samkomulagi um áframhaldandi starf. Eftir það liggur leiðin til Jole og Piero því að ég þarf að láta þau fá lykla af öllu klabbinu.
Búin að panta leigubíl fyrir fyrramálið.
Ég er að sjálfsögðu búin að fylla nýju ferðatöskuna mína, troðfylla, vona bara að ég sé ekki með yfirvigt. Það tekur bara soldið mikið pláss svona hlutir eins og gönguskór og úlpur og fleira í þeim dúr.
Það verður ansi skrítið að ferðast ein með eina ferðatösku!
Jæja best að taka síðasta þvottinn úr vélinni. Það er svo heitt núna þessa dagana að allur þvottur er ca.2 tíma að þorna á slánni, bara alveg eins og þurrkari, lúxus líf.
Ég frétti af hitabylgju sem á að vera á leiðinni til Íslands, er eitthvað til í þeim sögusögnum???

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bíddu við, áttir þú ekki að koma heim í dag???