Já ég vaknaði í nótt með púlsandi neðri vör, hélt fyrst að Sverrir hefði gefið mér verðskuldað olnbogaskot, þar sem ég nennti ekki að elda kvöldið áður, en þegar ég hafði dröslað mér á klósettið til að athuga hvað væri í gangi sá ég ekki betur en að hin myndarlegasta frunsa væri að myndast þarna. Sem betur fór fann ég Zovir eða vectavir eftir nokkra leit og gat sofnað eftir það, en í morgun var hún þarna enn þótt ótrúlegt megi virðast þar sem þetta frundumeðal virkar alltaf, eða þannig, er einhver sem getur sagt mér að þetta krem hafi virkað á frunsu þeirra???
Ég fæ þetta bara þegar ég er verulega stressuð og jú það er ég nú, dagurinn nálgast , 9.júní, er ekki svo stutt síðan 1 maí var?
Ég fór með stelpunum á laugardagskvöldið út að borða og svo á skemmtistað á eftir. Við vorum 8 talsins og ég ,Telma,Guðbjörg og Bára hittumst fyrst hjá Telmu og fengum okkur rétt í glas og biðum eftir vinkonum Báru, þegar þær voru reddý fórum við á veitingastaðinn sem er mjög hipp og kúl, það gátum við merkt því að fyrir utan voru parkeraðir hvorki meira né minna en 3 rauðir Ferrari sportbílar. Við fengum 3 rétta máltíð með appiritivo og vín með á svo sem ágætisverði, en ég verð að viðurkenna að maturinn var hreint út sagt hræðilegur en sem betur fór var félagsskapurinn muuun betri, við skemmtum okkur mjög vel, reyndar var Tiramisuið ágætt en mér fannst það þó betra bæði hjá Guðbjörgu og Telmu. Eftir matinn var svo farið á enn meiri hipp og kúl skemmtistað sem liggur við hliðiná veitingastaðnum, þar beið okkar borð og sófar ásamt rommflösku og kóki, hvorki meira né minna en við hliðiná plötusnúðinum. Við fengum algjöra royal trítment þarna og er það allt saman Báru að þakka, hún þekkir sko rétta fólkið hér í borg. Ég reyndar fékk mér 3 sopa af romminu og kókinu og þar sem mér þykir það vera hinn versti drykkur og hefði helst átt að sleppa því að finna hann upp þá gat ég ekki meir og fór á klósettið til að æla viðbjóðinum upp, sem tókst mér til mikillar furðu(þar sem ég á frekar erfitt með uppköst og þá sérstaklega viljandi uppköst) og leið mun betur eftir það en hafði þá ekki lyst á meira víni, var sem sagt búin að drekka ansi lítið og var því nokkurn vegin edrú, sem var svo sem allt í lagi þar sem það var hvort eð er svo skemmtilegt og einhvern veginn bauð umhverfið ekkert rosalega upp á það að vera eitthvað full þarna. Þarna var ansi vel bjart og þar sem við vorum 8 ljóshærðar stelpur allar gullfallegar og þar að auki við hliðiná plötusnúðinum þá tók ég eftir því að við vorum ansi mikið til sýnis þarna. Mér hefur nú reyndar aldrei liðið neitt vel í þannig aðstöðu þannig að maður bara reyndi að snúa sér frá dansgólfinu en að því. En svo kom að lokum kvöldsins og við fórum upp í leigubíl,ég og Guðbjörg, og ég get svarið það maðurinn keyrði svo hratt að ég hef aldrei fengið eins ódýran leigubíl. Ég kom sem sagt heim í góðu ástandi og á skikkanlegum tíma, þetta bara batnar við að verða gamall!
Sunnudagurinn lofaði góðu með sólskini og hita og ákváðum við því að drífa okkur út í garð, en eftir stutta stund þar kom í ljós að litla stúlkan var komin með hita og við þurftum að drífa okkur heim í ból og eyddum við þannig deginum við lestur og sjónvarpsgláp. Svo sem ágætt þar sem maður var pínu þreyttur eftir að hafa komið heim um 4 leytið um nóttina.
Hekla er núna hitalaus sem betur fer en mig grunar að það eigi eftir að breytast með deginum, vonum þó það besta.
Var að klára Valkyrjur eftir Þráinn Bertelsson, ég fíla þennan rithöfund mjög vel. Þessi bók er frábær, skemmtilega skrifuð og alveg nógu spennandi, flækjan var þó einföld en þar sem hún var góð er það fyrirgefanlegt. Frábær bók.
Ég fer næst í bók sem heitir Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn eftir Robin S.Sharma
Hvað er annars að frétta af ykkur???
sunnudagur, júní 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Bíddu við... hvað er að gerast 9. júní frunsustelpa?
Þá fara Sverrir og Hekla heim til Íslands:(
Vá, það er stutt í það! Hvernig var þetta ætlar þú svo ekki að kíkja heim í ágúst? Við förum út 25 júl og komum heim 2 vikum seinna, missum því af verslunarmannahelginni :(. Er farin að telja niður dagana þangað til að skólinn klárast, maður er kominn með alveg nóg!
Díses!!! ohhh ég var farin að hlakka geðveikt til að hitta þig um vetslunarmannahelgina, það virðist ætla að loða við þetta að það sé einhver sem mætir ekki, en svona er það nú bara. Ég ákvað að yfirmaðurinn og vinnana sé ekki nægilega mikilvæg til að sleppa verslunarmannahelgartradisjóninni(vá langt orð)þannig að ég er að reyna að redda mér fari heim í kringum 31.júlí. Hvert er annars förinni heitið?
Hvernig vaeri ad sleppa Islandi og koma bara til USA i sma heimsokn...???
shit hvað ég væri til í það en því miður þarf drengurinn að vinna af sér rassgatið og það er eins gott að hann geri það líka, annars er mér að mæta! Annars er það allavegana komið inn að fara í heimsókn til USA!
Skrifa ummæli