miðvikudagur, júní 14, 2006

Stutt blogg

Já það verður stutt í dag ég er að drífa mig aftur í vinnuna.
Það er fínt í vinnunni en það tekur aðeins lengri tíma að venjast því að vera svona einn. Sofa einn hvað er eiginlega langt síðan það gerðist??? Ég á eiginlega erfiðast með það og sef því varla neitt á nóttunni, en þetta kemur allt saman, ég svaf allavegana meira í nótt en nóttina þar áður, þannig að ég er bjartsýn. Heklu virðist líða bara ansi vel og er byrjuð á leikskólanum hjá ömmu sinni og frænku og þar tala allir ítölsku og mamma var voða vitlaus að halda að allir tali íslensku þar(einhver ruglingur í gangi).
Annars fór ég í atvinnuviðtal í gær á hóteli hér í borg sem er 5 stjörnu hótel og þeir voru að bjóða mér vinnu annað hvort 5 tíma á dag eða 8 tíma á dag 5 daga vikunnar og það er frá 6.30-11.00 eða 6.30-15.00, og þeir myndu borga mér annað hvort 800 evrur á mánuði eða 1000. Ég játaði að ég væri áhugasöm mjög en væri hins vegar ekki laus fyrr en í september í fyrsta lagi, og hann sagði að það væri í lagi en myndi þó hringja aftur í mig í sambandi við hvort ég kæmi í prufu eða ekki, ef hann hringir ekki fékk ég ekki vinnuna en ef hann hringir ´þá fæ ég líklegast vinnuna. Ég get svo sem alveg verið í þessu og fengið 1000 evrur fyrir eins og að fara í eitthvað nám sem ég er ekki einu sinni viss um að ég vilji vera í og fá lán uppá 1000 evrur á mánuði!
Ég er að lesa alveg hreint frábæra bók hún heitir Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn, ég var að klára hana og ég er að spá í að lesa hana strax aftur, það hef ég aldrei gert áður. Hún hjálpar mér svo ótrúlega mikið þessa dagana að það hálfa. Ég mæli eindregið með henni fyrir alla sem vilja hamingjuríkt líf.
Vitiði hvað ég geri í pásunni minni á daginn, ha! þið getið aldrei uppá því. Ég geri jóga í klukkutíma! FInnst ykkur ég ekki dugleg??? Mér finnst það og ég er mjög stolt af mér og alveg dauðþreytt en ég ætla að halda þetta út í 21 dag og sjá hvort að þetta verði ekki bara að vana og að mér líði ekki bara ennþá betur og hafi meiri orku! Viljastyrkurinn mun halda mér gangandi!
Ég er sterk hef kjark og er dugleg!

5 ummæli:

Ólöf sagði...

Go girl!! Þú ert rosa dugleg!!

Nafnlaus sagði...

sko þig! ekki spurning að þú takir vinnunni ef hún býðst. Ekki það að ég vilji ekki fá þig heim, ég held bara að þér myndi líða betur ef þú myndir vinna 5 tíma á dag þarna og geta svo stutt við bakið á Sverri á meðan hann klárar námið sitt

Nafnlaus sagði...

hæ beibí!
Þú ert nátturulega að breytast í alvöru gúrú! Bráðu fer ég í Pennann Eymundsson og fjárfesti í bókinni "Kokkurinn sem seldi vespuna sína".
Þína skál eslku vinkona!

cockurinn sagði...

hahaha já það hljómar vel!
Já ég er sammála þér Hrafnhildur að styðja við bakið á kallinum mínum og vera eins mikið og ég get með Heklu minni.

Nafnlaus sagði...

Ekki spurning um að taka vinnuna ef þig langar ekki í neitt sérstakt nám syss:)