laugardagur, júní 10, 2006

vel steikt!

Já það var farið í sólbað í sundi í gær og jesús minn hvað ég er brennd og eins og vanalega er það í fallegum flekkjum um allan líkamann, ég ætla aldrei að læra!
Sverrir og Hekla eru farin og var það mjög erfið kveðjustund á flugvellinum, Hekla náttúrulega skildi ekkert í því hvers vegna foreldrar hennar voru grenjandi þarna á miðjum flugvellinum, hún var bara að fara í flugélina og hafa það skemmtilegt, henni finnst alltaf svo gaman í flugvélum. Ferðin gekk að sögn mjög vel fyrir utan smá fall á Kastrup flugvellinum og smá bólgna vör, annars svaf hún mestan part seinni ferðarinnar frá Kaupmannahöfn til KEF og svo var náttúrulega veisla um kvöldið með föreldrum mínum og Sverris. Hekla var líka mjög glöð að hitta Hörð Sindra aftur og hann sömuleiðis og skemmtu þau sér vel saman. Um kvöldið þegar allir voru farnir og hún átti að fara í ból þá var hún komin í skóna sína og var á leiðinni heim þar sem hún á ekkert heima á Íslandi hún ætlaði bara heim til mömmu og fara að sofa þar.

Ég fór hins vegar með Telmu og Báru á pizzastað hér í borg og þetta var loksins besta pizza sem ég hef fengið, hún var alveg geggjuð, miklu betri en á þessari Fabricu sem allir dásama hér, þessi sló þeim þokkalega út. En þegar við vorum búnar að borða og eiga saman gott spjall þá förum við og ætlum að borga(eða öllu heldur ætlaði Bára að splæsa)en þá segir afgreiðslustúlkan ,, heyrðu maðurinn sem sat við hliðiná ykkur borgaði allan reikninginn" hahaha við fengum nett sjokk, þeir voru ekki búnir að láta í sér heyra allan tímann svo kemur þetta, við náttúrulega tókum í hendina á honum og þökkuðum kærlega fyrir okkur. Þetta hefur nú aldrei gerst áður, fyrir mig þ.e.a.s.
En eftir matinn fórum við í skólan þeirra(og Sverris) á sýningu sem var þar haldin á öllum verkefnum 1.,2. og 3. árs nemenda og þar var módel frá Sverri sem bar af öllum hinum, hann er bestur kallinn minn. VIð vorum þarna í 2 tíma en þá var ég komin með nóg og var orðin þreytt og vildi bara fara upp í rúm, þannig að ég beilaði og var komin heim í símann til Íslands á hálftíma. Stelpurnar héldu eitthvað áfram frétti ég svo áðan, fóru víst út að djamma á eftir, ég hefði nú svo sem alveg verið til í það líka hefði ég ekki átt að fara í vinnuna í dag.
Í fyrradag komumst við að því að vespan okkar er dáin drottni sínum og vaknar ekki aftur til lífs nema fyrir miklar peningafúlgur sem við erum ekki tilbúin til að borga. Ég verð því að reyna að fara á bílnum og ef það er alveg ómögulegt að fá stæði þá verð ég bara að fara á hjólinu mínu, því að ég tek það sko ekki í mál að fara með metróinu svona seint á kvöldin, það er sko á hreinu.
Þegar við komum svo heim eftir að hafa fengið þessar fréttir þá missti Hekla óvart sjónvarpsfjarstýringuna í gólfið og hún mölvaðist , þannig að það er ekki hægt að horfa á sjónvarpið(ekki það að það hafi legið fyrir að gera mikið af því en það hefði verið notalegt svona annað slagið).
Ég ætla að reyna að gera eitthvað með stelpunum á morgun, sjáum til hvernig veðrið verður og líkamsbruninn hvort hægt verði að liggja í sólbaði allan daginn.

2 ummæli:

Ólöf sagði...

þú ert voða dugleg að vera svona ein stelpa!!

Nafnlaus sagði...

Jæja hvað segirðu er ekki bara fínt að fá smá frí frá fjölskyldunni :).