Já það er nú ekki mikið að gerast svo sem á þessum bæ. Allt á fullu með undirbúning heimferðar Sverris og Heklu,eða svona þannig, Sverrir byrjaði að pakka í gærkvöldi. Þau fara mjög snemma í fyrramálið, eða seint í nótt kannski frekar.
Ég er búin að ákveða að fara ekki aftur að vinna á Joia í haust, ég fer núna og verð fram í ágúst en svo ekki meira því að þetta get ég ekki lagt á mig né fjölskylduna aftur. Þannig að minn flugmiði heim til Íslands í þetta skiptið mun vera aðra leið og svo ræðst bara með ferðina til baka seinna.
Ég verð víst að taka allt umtal um Vectavir til baka því að frunsan blómstraði ekki, ég slapp við hryllinginn, sem er líklegast í fyrsta skipti á ævinni sem það gerist og guði sé lof því að ég bjóst við einhvers konar freak of nature frunsu, þetta var svo massívt þarna um nóttina.
Ég fer aftur í vinnuna á laugardaginn, hlakka bæði til og kvíði fyrir, að sjálfsögðu.
Gæðavespan okkar er í viðgerð og maðurinn sagðist ekki vita hvað það myndi kosta, það boðar ekki gott og ég hlakka ekki til að fara og ná í hana.
Fórum í bæinn í gær og keyptum sólgleraugu handa Heklu, svo þegar við komum heim þá stóð hún fyrir framan spegilinn og setti sólgleraugun upp og sagði við spegilmynd sína ,, Halló!" svo tók hún gleraugun niður og sagði ,, nei, halló, ég hélt þú værir týnd!" svo gerði hún þetta aftur og aftur, ekkert smá fyndið(hún vissi ekki af mér)
Svo í morgun þegar við vorum að fara í leikskólann segir hún ,, heyrðu ég vil hafa sólgleraugun, svo þegar ég kem í leikskólann þá segja allir ,ohhh che bella' "
Rassgat!
Hlakka til að fá mömmu og pabba í heimsókn. Vill enginn annar koma í heimsókn, ég er ein í íbúðinni þannig að það er nóg pláss!?
Guði sé lof fyrir lággjalda flugfélög! Ég var að tékka á fari með hinum flugfélögunum eins og t.d. Icelandair og það var ekki hægt að fá flug til Íslands undir 85.000 kr. rosagott tilboð. En sem betur fer get ég farið með öðrum flugfélögum þannig að ég þarf ekki að borga neitt svo mikið, bara smá.
Það sem maður er að pakka mikið af fötum fyrir Heklu, ég get svarið það, þetta fyllir örugglega heila tösku bara fyrir hana! En þau eru náttúrulega að fara í 4 mánuði þannig að það er soldið skiljanlegt. Er mjög kalt heima? þurfum við að taka öll vetrarfötin líka?
Í fyrsta skipti er á ævi Heklu er hún að verða uppiskroppa með ullarpeysur, eða bara peysur, hún er að vaxa uppúr þessu öllu saman.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
æji greyið mitt að verða ein eftir. Hvað borgaðirðu fyrir flugmiðann? Hekla þarf vetrarföt en það eru örugglega til einhverjar peysur á hana hérna, rauða peysan er orðin of lítil á HS hún passar örugglega í hana!
hæ það er frekar kalt hér já! Pakkaðu öllum þeim kraftgöllum sem þú sérð.
Hlakka geðveikt til að sjá þig í sumar sæta mín!
Ég gleymdi að segja júhúuú og gott hjá þér að hætta í ágúst og koma heim!!!
hæ já ég lét Sverri pakka þykkum peysum en því miður er kuldagallinn hennar orðinn of lítill, þú kannski lumar a einum gömlum? Já ég hlakka líka rosalega til að koma heim og vil helst gera það NÚNA!!!
Skrifa ummæli