sunnudagur, mars 09, 2008

tölvulaus kolvetnis vika



Já ég fékk ekkert að hafa tölvuna í síðustu viku enda er ég núna að fara að setja inn nokkrar uppskriftir sem eiga það allar sameiginlegt að vera kolvetnissprengjur. Ég lofaði sjálfri mér áður en ég kom hingað að ég myndi ekki vera í kolvetninu en viti menn, þegar peningarnir eru orðnir...tja frekar bara horfnir þá er ekki mikið sem maður hefur efni á og þá verður pasta og risotto oftast fyrir valinu. Það er líka alltaf mest borðað af því.
Það fór nú ansi lítið fyrir skokki í síðustu viku þar sem ég fór að skokka á mánudaginn með Heklu á hjólinu og í miðjum garði fæ ég mígreniskast, mjög skemmtilegt, ég fer héðan í frá með símann með mér, því að ég var svo hryllilega hrædd um að ég myndi detta niður þarna á miðjum veginum og við vorum lengst inni í garði, hvað hefði Hekla átt að gera þá?? En sem betur fer náði ég að labba heim. Í hvert skipti sem ég fæ kast núna þá springur æð í auganu, mjög lekkert.
Ég er að fara í klippingu á miðvikudaginn hlakka mikið til, hárið á mér er frekar viðbjóðslegt þessa dagana.
Ása vinkona ætlar að vera svo yndisleg að lána mér tölvuna sína og ég fæ hana líklegast á föstudaginn eða laugardaginn.
Við fengum fólk í mat til okkar á föstudaginn og ég gerði sushi. Þetta er fólk sem er nýkomið hingað og er með 3ja ára stelpu með sér og þær snúllurnar skemmtu sér mjög vel saman. Mjög fínt fólk. Hann ætlar einmitt að koma með tölvuna hingað til mín,jesss.
Ég prófaði að gera spagetti í fyrsta skipti í gær, gekk svona upp og ofan til að byrja með en svo gekk þetta á endanum. Við fengum nefnilega pasta-attachment með kitchenaid vélinni okkar í brúðkaupsgjöf og ég var að prófa það núna. En pasta-ið sem ég gerði í gær var guðdómlegt, og alveg svakalega auðvelt. Ég ætlaði að fara eftir uppskrift sem ég fann í Gourmet(febrúar 2008) en endaði svo á að gera ansi lítið úr þeirri uppskrift þar sem það var beisiklí ekkert til í ísskápnum! En þetta reddaðist og úr varð dýrindiskvöldverður.
Ég fór nefnilega á laugardaginn í bæinn með Heklu til þess að kaupa matarblöð, þar sem það er aðeins ein verslun sem selur ensk og amerísk blöð hérna í þessari borg og hún er niðri í bæ.
Jæja það er best að koma sér að verki og setja inn þessar uppskriftir svona á meðan ég hef tölvuna.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þið eruð æði. fleiri myndir af ykkur takk og kysstu Heklu krúttrass frá mér hún er frábær.
sakn og kyss
Sigrún og co

cockurinn sagði...

takktakk, ég ætla að vera mjög dugleg að setja inn myndir í þetta skiptið..
kysskyss