mánudagur, desember 04, 2006

jóga,skokk, skokk, jóga = HARÐSPERRUR!!!!

ÁIÁIÁIÁIÁI svona heyrist í mér þegar ég anda eða hreyfi mig, gerði klukkutíma jóga í dag og skokkaði í 25 mínútur, enda er ég dauð! Get ekki hreyft mig og er ógeðslega svöng! grrrrrr....... Þetta fer ekki vel með skapið það er á hreinu.
Ég á að þvo þvottinn fyrir leikskólann í þetta skiptið og ég hélt að þetta væri bara eitthvað smotterí, neinei þá fæ ég bara í hendurnar fullann risastóran poka með öllum dúkunum og handklæðunum! Það verður fjör hjá mér næstu daga í þvotti og þrifum. Ég hef nefnilega ákveðið að í staðinn fyrir að eyða helginni í að þrífa þá geri ég það á mánudegi eða þriðjudegi, þá getum við notið helgarinnar skötuhjúin.

Hvernig þrífur maður undir lyklaborði?

Ég er að fara að hjálpa vinkonu Jole með jólaboð sem verður haldið þ.17.12. það verða eitthvað um 20 manns og það er fundur í kvöld þar sem ákveðið verður hver gerir kalkúninn og hver gerir salatið. Það er spurning hvað maður verður settur í...hmmmm? Spennandi.
Jole fann líka konu sem getur lagað kjólinn minn almennilega og ég er búin að redda hreinsun á honum heima þegar ég kem heim.
Vann líka aðeins í að redda hlutum fyrir brúðkaupið í dag, gekk mjög vel. Á morgun er svo undibúningur fyrir komu tengdó. Þau verða hér frá miðvikdagskvöldi og fram á mánudagsmorgun. Það verður sko fjör.
Það er farið að kólna ansi mikið í Mílanó, þannig að ég get hætt að monta mig, en ég fer þá bara að monta mig á því að það eru þá aðeins 5 mánuðir í vorið, jeijjj!
ég er svo svöng!!!:(

2 ummæli:

Ólöf sagði...

voðalega ertu dugleg!

cockurinn sagði...

já takktakk, ætla að reyna að missa eitthvað fyrir brúðkaup, gengur mjööööög illla!