Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar, mér fannst bara soldið asnalegt að ég skuli ekki hafa fengið eina gjöf, þetta var jú ansi stór dagur fyrir mig líka! En það er víst ekki hefð fyrir því, asnalegt.
Við fórum í appiritivo á fimmtudaginn, það varð nú ekki eins blautt eins og þar áður heldur aðeins 2 1/2 glas, ágætt. Þannig að það var bara farið snemma heim. Ég hef verið ansi dugleg í skokkinu og jóga síðustu daga og ætla að reyna að halda því áfram. Ég er hins vegar með svo hrikalegar harðsperrur núna að ég get ekki hreyft mig án þess að finna fyrir því, verulega, svaf t.d. ekkert í nótt!
Við fórum í gær í mall hér í borg og er það í síðasta skipti sem ég geri það, því að mallin hér eru mest glataðar og hef ég nú gefist upp á þeim! Við sem sagt enduðum samt í bænum og kláruðum dæmið þar. Það þurfti að kaupa brúðarföt, eða klára öllu heldur. Þannig að dagurinn fór í það! En þá erum við úin með mesta og eru aðeins nærfötin eftir og skór. Er reyndar í geðveikum vandræðum með skó, en það reddast(vonandi).
Heklu tekst um hverja einustu helgi að vakna klukkan 8.00 og á virkum dögum þarf ég að eyða meiri hluta morgunsins í að vekja hana og þá er klukkan 8.30-9.00. Merkilegt!
Hún meira að segja sofnaði klukkan 23.30 í gær og vaknaði klukkan 8.00 í morgun.
Við áttum alveg frábæran dag í dag, við drifum okkur í garðinn niðri í bæ og drógum Gunna og krakkana með. Krakkarnir voru að leika sér í allan dag og svo enduðum við ferðina á kaffihúsinu á efstu hæð safnsins sem garðurinn er við og drukkum heitt súkkulaði og spjölluðum. Fyrir alla þá sem koma til Mílanó að hausti eða vetri til er vert að vita að hér er selt besta heita súkkulaði í heimi! Það er hnausþykkt og dökkt, alveg eins og ég vil hafa það.
Þannig að nú erum við komin heim vel þreytt og köld og þá er það besta sem til er að fara undir teppi og kúra sig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
fannst þér að þú ættir að fá pakka fyrir að eiga fæðingarafmæli?
hahaha já mér fannst það! Er það ekki bara eðlilegt????
Skrifa ummæli