sunnudagur, desember 17, 2006

LEYFUM PRUMP Á AÐFANGADAG!

Breska matarboðið var í gærkveldi það gekk svona upp og ofan og fór eins og ég spáði,þ.e. á síðustu mínútu var kallað á mig og ég þurfti að redda nokkrum hlutum. Ég sá alfarið um kalkúninn enda var hann það eina sem var ætt á svæðinu. Ég ætla að segja þetta enn og aftur og mér er nákvæmlega sama hvort ég móðgi einhvern : PAKKA- OG KRUKKUMATUR ER VIÐBJÓÐUR!
Fyllingin lyktaði eins og lauk og salvíufyllingin hennar mömmu en gvuð minn góður hvað hún smakkaðist EKKI þannig. Brúna sósan lyktaði eins og brún sósa en, já það er rétt hjá þér hún smakkaðist ekki eins og brún sósa(eða allavegana ekki fyrr en ég var búin að bragðbæta hana, allmikið, tja næstum búin að búa til aðra sósu). Hinn svokallaði Christmas Pudding er hinn mesti viðbjóður, allavegana pakkadæmið sem þær voru með. Ég er ekki að ljúga eða ýkja þetta var allt úr pakka og krukkum nema kalkúnninn og grænmetið sem var gjörsamlega bragðlaust þó að ég hafi sagt þeim að salta vatnið sem þær suðu það í, þær gleymdu því eins og ansi m0rgu öðru, greyin þetta var samt vel af sér vikið miðað við að þær eru jú breskar og aðeins um tvítugt. Þær gleymdu kartöflunum inni í ofni og blönduðu saman vitlausum pakkamat og gleymdu pakkachristmas puddingnum á hellunnni þannig að plastið bráðnaði í pottinn og svona mætti lengi telja. En við gátum öll huggað okkur við það að kalkúnninn var algjört sælgæti! það var líka keypt risastór Panettone frá Peck borin fram með nýhrærðum mascarpone bættum með brandý mmmmm.... þvílíkt sælgæti. Með því var að sjálfsögðu drukkið kampavín!
En eins og venjulega strax eftir að ég var búin að melta fyrsta bitann af kalkúninum byrjaði maginn að kvarta og blása út eins og hann ætti lífið að leysa og prumpið bara vildi ekki vera heima hjá sér! Ég og Sverrir höfum ekki hætt síðan! Ég spyr því núna hvort ekki megi bara leyfa prump á aðfangadag? Ég tel að partýin muni standa lengur og fólk verði afslappaðra fyrir vikið. Það er ekki þægilegt að halda þessu inni. Það gæti reyndar verið að fólk fari eitthvað að kvarta yfir fýlu en þá er bara ð opna gluggann! Hvað segiði, frænkur og frændur,systur og mömmur og pabbar, eigum við ekki bara að sleppa öllum formlegheitum á mánudaginn eftir viu og LEYFA PRUMP??

Að öðrum jafnmikilvægum málum.
Það var reynt að brjótast inn í bílinn okkar enn og aftur aðfararnótt laugardagsins, mjög óskemmtileg reynsla því að lásinn var eyðilagður og við komumst ekki inn í bílinn. Við ákváðum að láta þetta ekki yfir okkur ganga í þetta skiptið og fórum til lögreglunnar og gerðum skýrslu. því næst vorum við mestallan laugardagseftirmiðdaginn að reyna að fá einhvern til að koma og opna blessaðann bílinn. Ekki gekk það og nú held ég að guð hafi eitthvað fengið að spila með því að þegar ég hringi í tryggingafélagið í morgun þá segir hún að ég ætti að vera tryggð fyrir þessu og að matsmaður frá þeim þurfi að koma og meta tjónið! Já sem betur fer vorum við ekki búin að láta gera við þetta maður! En við sjáum hvernig þetta fer allt saman.

Fólk hefur verið soldið forvitið um prestamál og vil ég því að það komi fram að við erum búin að tala aftur við manninn og þetta er hinn vænsti drengur og það getur verið að mín hafi eitthvað verið að fara á líníngum þarna og aðeins misskilið eitthvað og lesið eitthvað aðeins of mikið í línurnar, bara aðeins! Þetta verður allt saman gott og blessað.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hmmmm ég veit nú ekki betur en að ákveðnir aðilar í fjölskyldunni haldi prumpukeppni á aðfangadag, spurning bara að þú takir þátt í henni ;-)

cockurinn sagði...

hahaaha já það er góð hugmynd!