Vegna mikillar eftirspurnar mun ég hér með setja inn gjafalista fyrir brúðkaupið sem er í vændum.
Þar sem aðstaða okkar er þannig að við búum ekki á Íslandi og Ryanair segir að við megum bara hafa 15 kíló á mann þá væri hentugt fyrir okkur að fá pening til að kaupa gjafirnar hér úti. Þannig að hægt væri að hafa peningagjöfina með vísun í hvað viðkomandi vill að við kaupum fyrir peninginn.
en hins vegar fyrir þá sem vilja gefa okkur eða vísa í eitthvað þá er þetta nokkuð af því sem er á óskalistanum:
Kitchen aid(+ísgerðarskálin, sem ég sá augýsta í blaðinu í dag,jiiii geðveikt girnó)
Gjafabréf í Epal
Gjafabréf í Gallerí Fold
Fín sængurföt(IKEA sængurfötin ekki alveg að gera sig)
Hvítt plain diskasett frá Rekstrarvörum
Gjafabréf frá Búsáhöldum og Gjafavörum í Kringlunni(þar er hægt að fá draumasettið mitt,Le Cruiset)
Okkur vantar föt, þá er ég að tala um til að bera fram mat á :)
Við erum að safna hnífaparasetti frá Georg Jensen og heitir Jeunne Neauvelle og vantar 3 sett til að ná 12 og svo vantar aukahluti(reyndar þá er lítið búið að framleiða af aukahlutum í þeirri línu en það er hægt að finna eitthvað sem passar við)
Við erum líka mjög hrifin af Rosenthal glasalínunni og eigum vatnsglös og karöflur úr þeirri línu.
Ef mér dettur eitthvað fleira í hug set ég það hér inn á næstu dögum, annars erum við búin að liggja yfir þessu og dettur ekkert fleira í hug sem okkur vantar.
Kveðja
Nægjusama parið á Ítalíu.
föstudagur, desember 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli