þriðjudagur, desember 19, 2006

Undirbúningur á háu stigi

Já stressið læðist inn núna og maginn aðeins farinn að láta vita af sér. Ég ætla samt sem áður að halda ró minni og vinna þetta allt saman hægt og rólega vel afslöppuð! Hehe gangi mér vel. Simona vinkona mín frá Joia hringdi í mig í gær og vildi endilega hitta mig þannig að við eyddum hléinu hennar saman í dag í garðinum niðrí bæ. Það var nú helvíti skemmtilegt að hitta hana aftur. Hún er enn að íhuga hvort hún geti komið í brúðkaupið mitt, við skulum bara vona það besta því ég vil endilega fá hana. Ég vil bara endilega fá alla!
Ég fór í gær og keypti mér brúðarnærfötin í HogM og náði að kaupa mér 2 brjóstahaldara,4 nærbuxur og 2 boli, allt saman kostaði þetta heilar 56 evrur(5000 kall), ohhh hvað ég elska HogM!
Það var heldur ekki hjá því komist eftir daginn í dag að fara þangað og kaupa vettlinga og húfu(5 evrur hvort).
Bíllinn er enn í læstu ástandi! Ég er búin að vera að hringja í tryggingafélagið í dag og reyna að láta þær vorkenna mér nægilega mikið til að redda þessu fyrir okkur áður en við förum. það gengur heldur brösulega en vonandi gengur þetta betur á morgun. Annars veerðum við bara að borga þetta sjálf því að ég skil ekki bílinn eftir hér svona útleikinn það er á hreinu.
Hekla er svo yndisleg og skemmtileg. Það er svo auðvelt að fara með hana á kaffihús og veitingahús og fara með hana með sér hingað og þangað, í lestina og út um allt. Ég er mjög heppin. Hún meira að segja segir stundum við mig þegar við erum bara tvær ,, mamma, eigum við að fara á veitingahús, bara við tvær?" svo horfir hún á mig með sínum undurfögru,stóru, bláu augum og maður bara getur ekki neitað. Hennig finnst svo gaman að sitja með mér einni á veitingahúsi og borða saman eða drekka heitt kakó.

Engin ummæli: