já það er alveg hreint merkilegt hvað er lítið gert úr brúðarskóm! Eins miklir skófíklar og konur eru yfirleitt finnst mér þetta mjög skrítið. Ég hef núna verið mikið inni á þessum brúðarsíðum og leitað að brúðarskóm á netinu og svona og það er bara ekkert í gangi í fjölbreytileika, þetta er allt saman sami helvítis skórinn! Hvað er málið eiginlega???
Ég hef líka tékkað soldið á blómum síðustu daga og það virðast allir vita allt um nöfn á öllum blómum en eru myndir af þeim??? O nei,..... ég á sem sagt að vita upp á hár útlit hunduða blómategunda eftir nafni! Mér finnst mjög ASNALEGT að geta ekki farið á netið hjá blómabúðum á Íslandi og séð hvernig blómin líta út sem þau eru með á sölu. Eruð þið ekki sammála mér???
Eitt enn sem pirrar mig í dag..... Þegar það er kalt þá nennir maður ekki að gera jóga eða aðra líkamsrækt! ANDSK......#%&"#!%&###
Þá langar mann bara að kúra sig með kaffi við kertaljós og jafnvel eins og eina kexköku eða smáköku. ANDSK..........#$"%&#=#%&#
Nú er ég að setja saman gjafalista og að sjáfsögðu pirrar það mig ekki neitt, þið getið ímyndað ykkur! Ég mun setja hann fullgerðan inn á morgun. Það er gaman í dag!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hey ég er að gifta mig á laugardaginn og ég verð í gullskóm, bara að snappa úr norminu! Varðandi blómin, veistu ekki latínsku heitin, þá getur þú gúglað þau.
jú ég bara nennti ekki að gúgla 2000 nöfn sko:) Er reyndar búin að gúgla nokkur en gafst upp.
Hehe kúl ég fann einmitt silfurskó!
Skrifa ummæli