mánudagur, desember 04, 2006

klikkaður draumur!

já það var alveg magnað í nótt get ég sagt ykkur. mig dreymdi að ég fór í GLERlyftu og spurði manneskjuna sem ég var með hvaða hæð við áttum að fara á og hún sagði 43. hæð. Ég ýtti á takkann og allt í einu þeyttumst við af stað og lyftan breyttist í rússíbana! Þetta var alveg magnað! Allavegana besti rússíbani sem ég hef farið í á ævinni! Sérstaklega þar sem ég var algerlega óbúndin og þurfti að halda mér helvíti fast í stöngina.
Fyrir utan þennan magnaða draum var nóttin ekkert gífurlega skemmtileg, Hekla ældi í alla nótt og vældi af sársauka í maganum. Þannig að hún fór ekki í leikskólann og ég gerði ekki jóga né fór út að skokka. Hekla er hins vegar hin hressasta í dag og ekki er vottur af veikindum í hennar litla sæta líkama.
Er ekki eðlilegt að hafa stúlkuna heima í dag eða hefði ég átt að fara með hana í leikskólann????
Æ með svona er aldrei að vita, ég er fegin að ég fór ekki með hana í leikskólann.
Ég er núna á fullu að finna uppskriftir af brúðartertum sem ég(eða mamma) getur gert. Er búin að finna eina sem er mjög girnó. Ég hringdi í gær í nokkur bakarí til að athuga með verð á tilbúinni brúðartertu og komst að því að ég fór í rangan bisness ég hefði átt að læra bakarann, þvílíkt okur og vitleysa! hátt í 60.000 kall fyrir nokkrar kökur ég meina er ekki í lag!!! Geri þetta bara sjálf! Reyndar var mamma svo almennileg að bjóðast til að gera hana, frábært þá get ég einbeitt mér að matnum.
Fundurinn í gær með konunum sem eru að fara að sjá um þennan mat var heldur betur undarlegur, VIð vorum þarna komnar saman breskar stúlkur,ítalskar og svo litla ég til að ákveða hver átti að gera hvað og hvað átti að gera. Fyrst borðuðum við dýrindis ítalskan mat og svo réðumst við í þetta. Ég bjóst við að vera að skiptast á uppskriftum og svoleiðis en neeeei bresku stúlkurnar drógu þá upp pakkasósur og pakkafyllingu(sem ég skil ekki alveg hvernig virkar) og sögðu sigri hrósandi ,,isn't it fabulaous? We found it in a shop here in Milan and my mom sent me this" sem var þá custard sósa í dós! þetta verður vægast sagt skrautlegur dinner. Ég bauðst til að vera með á sunnudeginum í eldamennskunni þar sem ég komst einnig að því að enginn hafði eldað kalkún áður! Ég hlakka mikið til að smakka á pakkamatnum!
Þetta reyndar kynnti nett í jólabarninu í mér og langaði mig alveg óheyrilega mikið í mömmukalkún sem er bestur í heimi!
Já ég viðurkenni það, ég er farin að hlakka til jólanna!

4 ummæli:

Ólöf sagði...

mmmmmm pakkamatur, hef heyrt að bretar séu algjörir gourmekokkar!

cockurinn sagði...

hehehe já ég líka. Þetta afsannaði regluna!!!

Ólöf sagði...

meiriháttar gott komment hjá henni MeLindu!

cockurinn sagði...

haahaha já mér fannst það líka alveg frábært
Takk Melinda þú ert og verður alltaf mín besta vinkona!