mánudagur, desember 11, 2006

Líst ekki á blikuna

Ég tók fram ullarsokkana áðan! Gólfkuldinn hér er magnaður enda er marmari á öllujm gólfum og hér fyrir neðan okkur er ekki íbúð heldur köld geymsla. Ullin stendur þó fyrir sínu.
Við mætum á klakann eftir 11 daga og ég fæ í magan í hvert einasta skipti sem ég segi þetta og hugsa! Spurningin er: á ég ekki að vera stressaðari yfir brúðkaupinu sem ég er að skipuleggja?
Þegar ég hugsa um excel skjalið sem Kristín vinkona var með við skipulagningu síns brúðkaups og öll excel skjölin sem hægt er að ná í á netinu(ef maður googlar wedding planner eða eitthvað í þá áttina) þá fær maður nett stresssjokk og spyr sig í sífellu hvort maður sé að gleyma einhverju!
Ég held að ég sé búin að finna brúðarvöndinn(eða blómin) ég þarf bara að athuga hvort það sé til á Íslandi. Það er soldið strembið að vera að skipuleggja þetta héðan frá Ítalíu og þökkum guði og Bill fyrir internetið! og ég vil líka þakka Skype gaurunum fyrir Skype! Helst vil ég fara í fermingarsleik við þá en það er víst ekki hægt! Maður gerir víst nóg af því heima hjá sér!
Matseðillinn er loksins farinn að taka á sig mynd, mun panta vínið í dag. Þarf eitthvað meira???

Tengdaforeldrar mínir voru hjá okkur frá miðvikudagskvöldi og fóru heim í nótt. Þetta var alveg hreint frábær tími með þeim og Hekla litla blómstraði að hafa þau hjá sér. Hún var alveg í skýjunum alla helgina.
Við erum búin að kaupa næstum allar jólagjafir og afmælisgjafir og náðum að senda allmikið heim með þeim, þau voru svo almennileg að taka fyrir okkur. Okkur grunar að við verðum með yfirvigt. Nú er nefnilega búið að herða allar reglur til muna og það má bara hafa 2 töskur á mann, ekki einu sinni veski má vera aukalega( sem ég skil ekki hvernig á að vera hægt) og handtaskan er vigtuð og má ekki vera yfir 10 kíló og ferðataskan má ekki vera meira en 15 kíló! Ég meina leðurjakkinn hans Sverris er 2 kíló! Þetta fyllir ekki einu sinni töskurnar! Tengdó keyptu vigt sem betur fer og það fór örugglega 30 mínútur í forfæringar úr töskum í gærkvöldi. Það er sko alveg bráðnauðsynlegt að hafa svona vigt og voru þau svo almennileg að skilja hana eftir handa okkur.
Við þræddum búðir og markaði alla helgina og borðuðum góðan mat. Við fórum í Peck á laugardaginn og keyptum nautalund sem var alveg geggjuð, ég eldaði svo dýrindis kvöldverð á laugadeginum. steikt nautalund með bernaise(ekta að sjálfsögðu)strengjabaunum, ofnsteiktum kartöflum og graskeri og salati með mangó og karamelliseruðum pecanhnetum. Þetta var allt saman á óskalista tengdamóður minnar sem hélt þetta kvöld uppá 50 ára afmæli sitt. Þau keyptu líka dýrindis rauðvín sem smellpassaði við matinn. Þetta var geggjað! Í forrétt var ég með soldið sem ég á enn eftir að ákveða hvort ég verði með í brúðkaupinu eða ekki. Þannig að það kemur ekki hér inn fyrr en eftir brúðkaupið!
Nú þarf Sverrir víst að komast í tölvuna að læra.

1 ummæli:

Dýrið sagði...

ég er að tryllast úr cyper-matarást á þér þessa stundina!
Mundu að eiginkona mín er þér algerlega innan handar via tölvupóst ef það er eitthvað í sambandi við brúðkaupið sem vantar að plana eða plotta!
Sjáumst heima eftir 12 daga!!!
YEEEEEEEEEEEEEEEEEEESSSS ÉG HLAKKA SVO TIL!