föstudagur, febrúar 22, 2008

Bretti bretti bretti

Jess er að fara á bretti á morgun, ljúft maður.
Við verðum bara yfir daginn og Ester ætlar að passa fyrir okkur svo að við getum brettað allan daginn. ljúft....
Svo um kvöldið er planið að koma aftur til Mílanó og bjóða Óla og Ester út að borða.
Djöfull hlakka ég til...
Málið er nefnilega að ég á afmæli þ.27.feb og þetta verður þá afmælisgjöfin mín, frá mér til mín,hahaha, ég er svo góð við mig.

En mikið andskoti getur maður fests í þessu Facebook, er búin að eyða allt of miklum tíma þar. Mjög skemmtilegt.

Þar sem það er sá tími mánaðarins hef ég líka tapað mér verulega í súkkulaðinu eins og sést á matarsíðunni minni með súkkulaðibombunni. Ég get svarið það þetta eru bestu smákökur sem ég hef smakkað!!!! Þær eru klikkaðar með ískaldri mjólk eða sætu freyðivíni eða prosecco!!! já og líka cappucino....mmmmmmmmm.......
Ég mana ykkur í að prófa þær, taka líka enga stund....

Í Guðanna bænum vill einhver bjarga evrunni!!!! Hún er komin í 99 kr! Ég tími ekki að fara út úr húsi lengur!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.