Það er nafnið á staðnum sem við vorum um helgina. Það var alveg geggjað!!! Við vorum á brettum allan daginn, eða já ég og Sverrir skiptumst á að vera með Heklu í barnabrekkunum og leiktæjum. En við fengum sól og blíðu allan tímann. Við fundum hótel,2ja stjörnu lúxus, sem var nú alveg nóg þar sem við bara sváfum þarna og átum kvöldverð og morgunmat, sem var nú alveg í anda 2ja stjörnu, en við átum með góðri lyst við vorum nefnilega svo þreytt og svöng og svo ótrúlega fegin að fá hótelherbergi. Það létti ansi mikið á okkur að þurfa ekki að keyra alla leið heim um kvöldið. Mikið rosalega skemmtum við okkur vel, við vorum með svo skemmtilegu fólki.
En á leiðinni upp eftir kom dálítið babb í bátinn...Sverri tókst að keyra aftan á annan bíl, en það voru þó nokkrir þættir sem spiluðu saman í því máli þannig að það var ekki alveg hægt að sakast einungis við hann. Bíllinn fyrir framan snarhemlaði og svo var svo mikil möl og ísing á veginum að bíllinn okkar bara stoppaði ekki fyrr en hann lenti á bílnum fyrir framan. Það sást varla á hinum bílnum en á okkar sést soldið mikið. Við fórum með hann á réttingaverkstæðið í gær og fengum að vita hvað þetta mun kosta og ég fékk nett hjartaáfall...ég ætla ekkert að fara að tíunda það neitt hér en það er mikið, já þar fór allur peningurinn sem ég var búin að safna,frábært!!!
En jæja við ætlum bara að láta þetta lönd og leið og líta á björtu hliðarnar,hmm sem eru reyndar engar en bara líta út um gluggan, já sólin skín og lífið brosir við manni. Við búum ekki í hreysi og bíllinn eyðilagðist ekki, ég hins vegar mæli með Kaskó hvað sem það kostar aukalega. Ég veit ekki hvort það var nógu sniðugt að vera að eiga okkar fyrsta bíl hér úti á Ítalíu, maður veit ekkert um bíla eða áreskstra. Ég vissi t.d. ekki að báðir aðilar þurfa að skrifa árekstrarskýrslu, hefði verið gott að vita. Ég hafði ekki hugmynd um hvað kaskó þýðir, hefði verið gott að vita.... Já maður tryggir ekki eftirá.
En svona til að gleyma veruleikanum og hugsa " ég borga þetta seinna" þá er ég núna að fara að eyða deginum í að leita að sumarhúsi fyrir okkur og fjölskylduna hans Sverris. Þau ætla að heimsækja okkur í enda júní og eyða með okkur sumarfríinu.
Lasagna er það heillin í kvöld...
Er að fara að hitta Natöshu vinkonu í kvöld, fer í heimsókn til hennar, það verður örugglega skemmtilegt, hún hefur svo skemmtilegar sögur að segja, þær eru alltaf svo langt frá öllu sem ég þekki og gæti ímyndað mér að gera.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli