sunnudagur, febrúar 03, 2008

Ahh Italia

Já þá er maður kominn til Ítalíu á ný. Það er í sjálfu sér frábært en það er í fyrsta skipti sem ég kveð Ísland með trega þar sem ég er komin með svo frábæra vinnu og líður vel þar. Ég er náttúrulega ekki að segja að ég hafi ekki áður kvatt fjölskyldu mína með trega, það hefur að sjálfsögðu alltaf verið þannig, ég er að meina mitt daglega líf þar, já með öllu frostinu og rokinu.
Það er mjög einkennilegt að sitja hér í litla eldhúsinu, horfa á þetta ljóta græna eldhúsborð með tölvuna fyrir framan mig og blogga.... Engin rútína, engin vinna, bara frí. Mér líst ekki á blikuna, ég ætla þó að reyna eftir fremsta megni að njóta þess.
Við fórum frá Íslandi á fimmtudaginn og byrjuðum ferðina klukkan 5.30 um morguninn, get nú reyndar ekki sagt að ég hafi verið þreytt eða það hafi verið erfitt að vakna þar sem það er mér orðið eðlislægt núna eftir þessa vinnu mína, þá keyrði pabbi og mamma okkur uppá völl í blindbil, mjög óskemmtilegt, þegar þangað var komið kom í ljós að ég gat ekki tékkað töskurnar inn alla leið til Mílanó og ég vissi heldur ekki hvenær ég myndi fara af stað frá Kaupmannahöfn til Mílanó þar sem ég var með svokallaðan ,,open ticket". Þetta fannst mér sérstaklega óþægilegt en ok ekkert í því að gera en það losaði ekki um kvíðhnútinn við þetta. Ég kvaddi hjónin sem voru á leið til London að hitta Jole og Piero. Þegar við vorum komnar upp í vélina, nei var ekki kölluð upp í þetta skiptið merkilegt nokk, þá kom í ljós bilun í vélinni þannig að við þurftum að bíða inni í vélinni í næstum 2 klukkstundir, mjög óskemmtilegt þar sem við fengum hvorki vott né þurrt á meðan, né þá heldur dót fyrir Heklu. Mér þykir mjög einkennlegt að flugfreyjur telji að vinnan þeirra hefjist þegar flugvélin tekur á loft. VIð vorum orðnar glorhungraðar og það er nú ekki skemmtilegt þegar maður er að reyna að skemmta litlu svöngu barni! En loks tók vélin af stað og allt gekk vel. Ekki yfir meiru að kvarta þar. Við lentum á Kastrup og þurftum þá að ná í töskurnar og fara út og reyna svo að tékka okkur inn aftur, munið ég er ein með Heklu, 3 stórar töskur og 2 handfarangurstöskur, það var nú hægara sagt en gert þar sem ég var með þennan open ticket(það þýðir í raun að ég er ekki skráð í neina sérstaka vél heldur bara á sérstakan flugvöll á sérstökum degi). Við þurftum að fara á 3 staði þegar við loksins fengum að skrá okkur í vél en þá var búið að aflýsa vélinni sem ég var búin að gera ráð fyrir að fara í en hún átti að fara í loftið klukkan 17.00 og klukkan var 15.00, þannig að við þurftum að fara í vél sem átti að fara klukkan 20.30. Jæja við vorum sem betur fer á Kastrup og fengum að tékka okkur inn þannig að við gátum verið á barnaleiksvæðinu. En 5 klukkutímar þar, tja hvað get ég sagt it gets boring....
Jæja loksins átti að koma upp að hvaða hliði við áttum að fara, nei það stóð aldeilis á sér, seinkun...frábært, ekki nóg með það heldur sofnaði litla snúllan í fanginu á mér og hún er ekki lengur neitt smábarn(hefði reyndar ekki lagt í Val eða Hörð Sindra en...)Þannig að nú var ég komin með 2 handfarangur og sofandi barn og það eina sem hægt var að fá var kerra fyrir farangur....hmmm hvað gera bændur nú....??? Jú ég bara beit á jaxlinn þegar hliðið loksins kom upp tók þetta einhvern veginn all í fangið og keyrði vagninn í leiðinni. Djöfull er ég sterk! En þá var seinkun... ég gat þó sest niður, en hvernig átti ég að fara inn í vélina með allt draslið???? það dundaði ég mér við að reikna út í u.þ.b. 40 mínútur þar til röðin kom að mér. Flugfreyjan var svo indisleg að hjálpa mér með farangurinn á meðan ég hélt á Heklu.. nema hvað að farangurinn sem ég var með var bæði of stór og of þungur og ég orðin eldrauð af stressi og þá líka yfir því að hún myndi ekki hleypa mér inn með öll þessi þyngsli, en ég var svo heppin að lenda á konu sem hafði lent í þessu sama í sumar, að ferðast ein með barn, svo að hún bara hjálpaði mér þegjandi og hljóðalaust. Svo var bara sofið alla leið til Mílanó og rétt fyrir lendingu vaknaði snúlla, hress og kát og við gengum út úr vélinni og farangurinn kom fyrstur inn og við beinustu leið á fangið á Sverri, en þá var klukkan orðin 00:30. Þetta kallast langt ferðalag!(og löng færsla)
En nú erum við hingað komnar og búnar að fara í garðinn okkar á hverjum degi að hjóla og skokka öll saman. Við fórum aðeins í bæinn í gær, mjög fínt. Veðrið hér er frekar súrt, það er rigning og 8 stiga hiti, en þeir segja að það eigi að fara að hlýna.
Ég hitti húsvörðinn hér í gær og fékk að sjálfsögðu að vita að ég hefði grennst(hún fylgist grannt með vaxstarlagi mínu)gaman að því, allavegana skemmtilegra en þegar hún sagði mér að ég hefði fitnað, svo komu kjaftasögurnar.... Hún er búin að henda þessum ógeðslega kalli sínum út(líst mjög vel á það) en hún sagði að það hefði bara verið of mikið af kvenfólki og of mikil eyðsla hjá honum. Ég missti næstum andlitið.. of mikið af kvenfólki.... hvað ertu að meina... það vantar helminginn af tönnunum upp í hann og restin er svört, hann er ógeðslega feitur, lyktar verulega ill a og er í meira lagi hálfviti!!! Jú ég get alveg séð aðdráttarafl hans.. hvaða konur var kallinn að ná sér í??? og eyðsla??... Tja ekki var hann að eyða í föt það er á hreinu.. Vín býst ég við. Hún sagðist vera búin að halda kallinum uppi í 40 ár og var búin að fá nóg af honum.. jæja gott hjá henni, líst vel á hana. En svo er sonur hennar að fara að gifta sig og hann og kona hans eru að gera upp íbúð hér rétt fyrir utan, líst líka vel á það þá sefur hann ekki lengur í litlu kompunni sem er innaf svefnherbergi konunnar. Skemmtilegt að fá þetta bara svona beint í æð, hún Gróa vinkona.....
Nú er kominn mánudagur og ég á að vera byrjuð að vinna í þessu verkefni sem ég er búin að setja mér, fæ enga peninga fyrir en það er skemmtilegt samt sem áður.
Ég er nú samt búin að búa til stofu, setja í vél, gefa barninu að borða og mikilvægast af öllu skrifa niður hversu margar kaloríur ég er búin að láta ofan í mig í dag. Ég ætla ekki að fitna hér eins og venjulega! Ég ætla ekki heldur að borða allt þetta kolvetni, þó það sé ódýrara, mér er sama, ég ætla að vera flott þegar ég fer á ströndina í sumar!!!!!
Jæja best að byrja á verkefninu.....

2 ummæli:

Ólöf sagði...

úúff væri til í að vera með þér þarna. Mikill mánudagur í mér þessa stundina.

cockurinn sagði...

já endilega skelltu þér. það er komin sól!