sunnudagur, febrúar 17, 2008

success....

Við fengum nokkra vini í mat á föstudagskvöldið og það var svo geggjaður maturinn hjá mér, haha þó ég segi sjálf frá....
Ég var með sushi(surprise,surprise)og sticks mmmm....
Ég fyllti sushiið af alls konar góðgæti,þ.á.m. lax,túnfiskur,surimi,fullkomið avókadó og fullkominn mangó, hrikalega safaríkt og æðislegt.
Sticks var ég með BBQ svínarif, tempura djúpsteiktar tígrisrækjur, teriakimarineraðan kjúkling og nautafillet. Með þessu hafði ég 3 ídýfur og það voru satay sósa, hoisin sósa og svo það sem sló allt út red aioli miso dip, hún var alveg geggjuð!
Í eftirrétt hafði ég svo jarðaber með heitri súkkulaðisósu, tiramisu og profitteroles.
Að sjálfsögðu var ég með allt of mikinn mat og þetta kostaði okkur allt of mikið en who cares, ég fékk mína fullnægingu og that made it all worth it.
Ég gleymdi mér vitanlega í sushi gerðinni eins og vanalega, gerði allt allt of mikið, en þá gat fólk allavegana borðað eins mikið og það vildi og við áttum fyrir daginn eftir, ekki slæmt það.
Við átum og drukkum til klukkan 4.00 um nóttina, ótrúlega skemmtilegt!
Svo í gær á sunnudeginum fórum við í hádegismat til Jole og Piero og þvílíkt sælgæti sem við fengum að borða hjá þeim. Það var nýrnabaunaréttur sem var svo geggjaður að það hálfa og mér hefur aldrei fundist nýrnabaunir vera góðar,en þetta sló allt út. Í aðalrétt fengum við kálfakjöt, og það er ekkert sem slær ítalska kálfakjötinu við það er á hreinu. Hún var búin að steikja það á pönnu, lokaðri, í einn og hálfan klukkutíma. Drukkum vín með öllu, prosecco með forréttinum, ljóst rauðvín með aðalréttinum og svo moscato d'asti með eftirréttinum. þannig að það er vel hægt að segja að þessi helgi hafi verið alger matarhelgi.

Ég ætlaði á föstudaginn að kaupa hrísgrjónapott og trébala til að hræra hrísgrjónin og hvergi fann ég þetta fyrr en ég fór í ethnic búðina þá fann ég pottinn og svona líka fallegan pott maður, með lillafjólubláum blómum og svona, alger snilld, en svo þegar hún ætlaði að fara að panta handa mér skálina þá sagði hún mér hvað hún myndi kosta og ég ákvað að sleppa henni, 10000 kall var það heillin.....
jæja ég er byrjuð að kenna Heklu að lesa og skrifa, best að halda áfram kennslunni.

Engin ummæli: