Sjæse hvað það var klikkað á bretti á laugardaginn. Þar sem Hekla var í pössun þá náðum við að brettast alveg svakalega og ég náði svo hrikalega góðu rennsli að í endan vorum við að fljúga niður rauðu brekkurnar eins og ekkert væri. Djöfull er þetta skemmtileg maður! Við vorum þarna með Niklas og Fanní, Óla og japanskum vini Niklasar og Fanní sem heitir Nao. Hann hefur enga trú á því að ég geti gert gott sushi, enda verður honum boðið í sushi næst þegar það verður gert.
Hér eru myndirnar frá laugardeginum.
Svo var bara brunað í bæinn(tekur um 2 klst)og beint í lax til Esterar og svo Eurovision um kvöldið. Það var drukkið kannski eilítið of mikið og þreytan var ekki til að bæta á það, þannig að við beilum heim og sváfum vel þá nóttina.
Fórum með bílinn í viðgerð í gær og fengum sem betur fer annan í staðinn, það er ansi erfitt að vera án bíls í þessari borg, nema að búa nær bænum eða vera án barns.
svo var íbúðin þrifin og þvotturinn tekinn og búið til besta lasagna sem ég hef smakkað í langan tíma.
Uppskriftin fer á kokkfood.com
Ég er búin að vera tölvulaus í 2 daga núna og hef þvi ekkert getað updeitað neitt. En nú kemur það....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli