já alltaf þarf eitthvað að klúðrast.
Eins og flestir sem lesa þessa síðu vita þá var ég að byrja með matarblogg og sendi til allra í contöktunum mínum og jú að sjálfsögðu gleymdi ég að setja slóðina með. hahaha ég er nú meiri lúðinn.
jæja ég vona að fólk geti fyrirgefið mér fyrir þetta smá atriði og kíki annað hvort aftur á póstinn sinn,er búin að senda linkinn eða klikki hér við hliðina á linkinn þar.
Nú vildi ég óska að ég væri betri ljósmyndari en ég er og sárvantar góð ráð í þeirri deild. Eða er þetta myndavélin sem ég er með, hún er frekar gömul. Ég er að íhuga að fara að ráðum Sigrúnar og sjá hvort að það virki, en það er að kaupa gamla vél og nota filmu. Ég þurfti að taka ansi margar af þessari köku þar til ég fann eina sem var svona lala, ekkert spes samt. Endilega krakkar koma svo með góð ráð handa mér!
Í kvöld verður það aspassúpa.
Að öðru: hári nánar tiltekið:
Nú hef ég uppgötvað snilld sléttujárnsins, en ég held ég sé að gera eitthvað vitlaust því að ég er með brunalykt af hárinu mínu og það er orðið að strýi, hvað er ég að gera vitlaust???
Ég þvæ það með hárnæringu(og sjampói)og svo set ég Aveda froðu í það, blæs það og svo krulla á hæsta hita með járninu. Hvað í þessu ferli er öðruvísi en annað fólk? Eða er ég bara enn og aftur með öðruvísi hár en aðrir?
Annars komumst við að því að tölvan okkar gamla er kapút, fór í gær með hana í viðgerð og hann vildi ekki einu sinni taka við henni, frábært, þá get ég ekkert unnið á meðan Sverrir er í þessu verkefni sem er beisiklí næstu 5 vikurnar.
En við erum að spá í að fara til Simonu vinkonu í apríl, en hún býr í Salerno sem er rétt hjá Napólí. Þetta er víst alveg svakalega falleg borg og allt þarna í kring. Ég verð rosalega ánægð ef ég fæ að hitta hana vinkonu mína á sínum heimaslóðum.
Ég fór með Heklu í bæinn í gær að kaupa nýjan búning og öskubuska varð fyrir valinu í þetta skiptið, og hún hefur ekki farið úr honum síðan.
Ég verð að setja inn mynd af þessum æðislega hrísgrjóna potti sem ég keypti, hahaha það er hreinn unaður að horfa á þetta allan daginn, þar sem ég á ekki pláss fyrir hann í skápunum mínum, þarf hann að vera fyrir allra augum, alltaf!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég held að þú sért að brenna á þér hárið sys!
haha já það svona hvarlaði að mér....
Skrifa ummæli