mánudagur, febrúar 04, 2008

Bolla bolla

Ég vaknaði nú ekki við nein vandarhögg eins og hún systir mín. Ég hins vegar bakaði allt of mikið af bollum. Ég skil reyndar ekki hvað systur mínar voru að kvarta yfir þessum vatnsdeigsbollum, þær voru ekkert smá einfaldar. Í tilefni dagsins(kallinn átti afmæli í gær)þá ákvað ég að fara aðeins útí öfgarnar með áleggið á bollurnar þannig að ég gerði karamellusósu, venjulegan rjóma, hvítsúkkulaði rjóma, 3 tegundir af súkkulaði ofan á bollurnar og expressokaffirjóma. Finnst ykkur þetta nokkuð yfir strikið???
Tja ísskápnum fannst það soldið. Hann er svo troðinn núna að það er ekki hægt að stinga einni baun til viðbótar þar inn. Þannig að já það er hægt að segja að megrunin hafi farið út um þúfur í gær. Sverrir nennti heldur ekki að fara út að skokka þannig að það var heldur engin hreyfing:(
En ég hef fundið substitude fyrir skyrið sem ég hef fengið mér í morgunmat núna í nokkra mánuði með góðum árangri, en það er gríska jógúrtin. Ég set gríska jógúrt í skál með fullt af ávöxtum og undanrennu og ég er komin með hinn besta smoothie!
Djöfull gerði ég góðan kvöldverð á laugardaginn, algjör klassík og ég hef oft sagt ykkur frá þessum rétt en það er svínalundir með frönskum og gráðostasósa, klikkar aldrei, svo var afganginum af sósunni skellt í ískápinn ásamt að sjálfsögðu kjötinu og borðað daginn eftir..mmmmm..... Ég reyndar komst að því að þegar það er kominn svona mikill ostur í rjómann og þetta svo sett inn í ísskáp þá er hægt að nota þetta sem álegg á tuc kex, smá snakk..mmmm....

5 ummæli:

Ólöf sagði...

hvaða kvart ertu að tala um? Ég hef aldrei gert vatnsdeigsbollur?????

Nafnlaus sagði...

til hamingju með afmælið elsku Sverrir og Sigurrós gvuuu hvað ég hefði verið til í að koma í bollukaffi til þín.
kyss frá okkur öllum
Sigrún og co.

cockurinn sagði...

takktakk, ég hefði líka alveg verið til í að fá ykkur í bollukaffi, gerði allt of mikið af þeim,hehe kemur á óvart....

Ólöf sagði...

ætlarðu ekki að svara skvísa?

cockurinn sagði...

hehe sorry Óla ég var búin að svara en það fór ekki í gegn. Ég man eftir því þegar þú og Þorgerður voruð að bagsa við bollurnar Laufásveginum fyrir kannski 2 árum(kannski meira,hehe) og þá fór allt í rugl. Deigið varð fljótandi.....
Reyndar þá man Þorgerður ekki eftir þessu heldur...??hmmm... Kannski var þetta ég og heilinnn í mér vildi ekki viðurkenna mistökin og breytti minningunni í ykkur.....