föstudagur, febrúar 08, 2008

Alparnir framundan

Já planið er að fara upp í fjöll á bretti um helgina. Þar sem við eigum bæði afmæli í þessum mánuði ætluðum við að gista eina nótt en það lítur út fyrir að það gangi ekki upp og við þurfum að keyra til baka annað kvöld og svo aftur upp í fjöll eldsnemma. það er nefnilega carnivale þessa helgina og það er svipað og öskudagurinn heima, krakkarnir fara í búninga og henda skrauti út um allt. En þetta þýðir að allir reyna að koma sér upp í fjöllin og það verður brjálað að gera. Við ætluðum að fara síðustu helgi sem hefði verið gáfulegra, eða næstu helgi en það frestaðist af ýmsum ástæðum síðast og þá er maður orðinn svo spenntur að við meikum ekki að geyma þar til næstu helgi. En við höfum nú alltaf bara keyrt heim á kvöldin og nú er ég ekki sú eina sem get keyrt þannig að það dreifir ábyrgðinni. Gott Gott..
Við fórum á Mongolian barbeque á miðvikudaginn með Óla og Ester(ekki leikurunum), já við þekkjum annað par sem heita þessum nöfnum, skemmtileg tilviljun. Þetta var svona la-la veitingastaður, hlaðborð í anda Hagkaupa og svo hlaðborð af hráu kjöti sem maður lét kokkinn hafa og hann steikti það, á kolrangan hátt og til að krydda hellti hann sojasósu yfir. Ég var ekki impressed en sem betur fer þá vorum við í góðra vina hópi þannig að ég var ekkert að kvarta. Vínið sem við fengum með var svo mikið pissss að það hálfa....Vona að við förum eitthvað skárra næst.
Merkilegt hvað það eru margir lélegir veitingastaðir á þessu landi.....
Ég fór bara ein með Heklu í garðinn í dag, Sverrir er að reyna að ná sér í miða á leik Arsenal og ??? eitthvað annað hvort AC Milan eða hitt liðið sem er hér í þessari borg, já eins og þið sjáið þá er þetta mér mikið mál, eða þannig. En það var nú alveg frábært að fara með henni hún er orðin svo dugleg að hjóla að maður er alveg búin á því þegar við loksins komum heim. Ég nefnilega skokka og hún hjólar.. alltaf multi-tasking. Svo er ég búin að taka þvottinn, þrífa íbúðina, vaska upp og taka flöskurnar. Helvíti dugleg bara. Sverrir keypti algera snilld um daginn... Það heitir Swifter og er til að þurrka af, þetta er eins og þvegill nema bara til að þurrka af. Þetta er eitthvað það þægilegasta sem ég hef notað til að þurrka af!!! mæli með því!!
Það er svo yndislegt veður hér þessa dagana, sól og 15 stiga hiti, og að sjálfsögðu logn. Ég var ekki viss hvort ég ætti að blogga um hvað það er gott þar sem ég hef verið að fylgjast með fréttunum heima og je minn eini hvað ég er fegin að vera hér!!!
Ég er að reyna að ákveða hvers konar nesti ég á að búa til. Ég held að ég geri klubbsamlokurnar góðu,kartöflusalat og partýskinka(klikkar ekki),ég ætti í rauninni að gera litlar bollur með osti og prociutto og svo kannski hlunkasmákökur... Hvernig hljómar þetta??? Vantar eitthvað??

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hmm segir nafnið á staðnum Mongolian barbeque ekki eiginlega á hverju þú átt von? skemmtið ykkur á skíðum :)

cockurinn sagði...

hahaha jú kannski, ég var eiginlega plötuð þarna inn þar sem fyrst var sagt við mig Moroccan barbeque sem hljómar mun betur, ekki satt?...
Takktakk