Ég var voðalega leiðinlega við Heklu mína um daginn þegar ég vildi ekki leyfa henni að horfa meira á sjónvarpið, Hekla varð ofboðslega sár og eftir u.þ.b. klukkutíma grát og gnístran tanna,mikla frekju og læti, róaðist telpan og fór út á svalir og fór að syngja. Ég reyndi að ná textanum hjá henni á vídeó en það var of bjrat úti þannig að það kom ekkert út. En textinn var eitthvað á þessa leið:
ég vildi að ég gæti farið upp í fjöll og
fundið mér fallega óskasteina
ofu,ofur fallegaaaa óskasteina
þá myndi ég óska mér að mamma mín og pabbi minn
væru ekki svona leiðinleg við mig
ó þeir falleguuuu óskasteinar,
hvar get ég fundið þessa fallegu óskasteiiiiiinaaaaaa
Já mikill harmagrátur sem þetta var....
Ég ætla að setja inn hláturskast sem hún fékk um daginn, en það var eiginlega ekki útaf neinu, en það var rosalega fyndið eins og vídeóið sýnir.
í dag var mjög gott veður og vildi hún ólm fara að sulla úti á svölum. Ég þreif því svalirnar hátt og lágt og lét hana hafa fulla skúringafötu af heitu vatni til að leika sér með. Ekki datt mér í hug að hún myndi gera þetta!!!!
Ég er heldur ekki að setja nein aukaefni í seríósið hennar, hún er bara svona vaxin og hefur verið frá því hún var 2ja ára.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli