Nei ég get ekki beðið þar til á morgun... shit er föstudagur á morgun!!!!
Ég mun nefnilega gæða mér á trufflunni á morgun og er orðin svo stressuð að hún sé að missa bragðið í ískápnum hjá mér. Ég er samt að geyma hana rétt og allt ég er bara eitthvað að stressa mig á þessu.
Ég er núna á blæðingum og get ekki hugsað um neitt annað allan daginn en hnausþykka, mjúka, heita, dökka súkkulaði köku gerða úr 70% súkkulaði með unaðslegu súkkulaði kremi mmmmm.....
Ég er líka svo uppstökk allan daginn að ég er að bilast á sjálfri mér. Í hvert einasta skipti sem ég stekk uppá nef mér fatta ég það og verð svo pirruð á sjálfri mér fyrir að hafa stokkið yfir bókstaflega engu! ohhh AF HVERJU! AAAF HVERJUUHUUHU! Þurfum við að fara á túr af hverju gat ég ekki fæðst sem karlmaður? Hvílíkur galli á likama að þurfa að ganga í gegnum þetta MÁNAÐARLEGA!
Ég er líka með í maganum allan morguninn yfir Heklu minni, litlu sætu Heklu minni sem er svo dugleg að vera í leikskóla þar sem hún skilur ekki neitt. Mér finnst eins og það sé verið að toga í hjarta mitt í hvert einasta skipti sem ég segi við hana ,, nú þarf mamma að fara og ég sé þig á eftir". Þegar hún horfir á mig með þessum biðjandi augum eins og hún sé að segja,, í guðanna bænum,mamma, ekki skilja mig eftir hjá þessum geðsjúku kyssandi krökkum sem strjúka á mér hárið í tíma og ótíma, babblandi eitthvað bullmál!". En þetta verð ég víst að gera ef ég ætla mér að gera eitthvað úr mínu lífi eftir áramótin.
Ég er búin að senda frá mér fullt af uppskriftum á síðustu dögum og nú er bara að pressa á píurnar og sjá hvað þær segja, vonandi verður nú eitthvað úr þessu. Vaknaði eldsnemma í gærmorgun til að klára eina grein ég var orðin svo stressuð yfir henni að ég gat ekki sofið, þá er bara best að fara fram úr og skrifa eins og brjálæðingur ekki satt??
Ég gerði risotto í gær úr þurrkuðum Porcini sveppum, sem ég hafði keypt á truffluhátíðinni um síðustu helgi, og helltum við svo truffluolíu yfir ásamt nýjum parmesan osti, hvílíkur unaður! Ég gerði fyrir okkur 3 úr 300 gr. af hrísgrjónum og Sverri fannst þetta svo gott að hann át næstum allt saman! 300 gr eru fyrir ca.4.
En nú líður að því að fara að sækja Heklu.
Lifið heil!
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
já gaman gaman! Ég var að byrja á blæðingum í fyrsta skipti í 3 ár!!! Er samt skapbetri heldur en á þessari helv hormónalykkju!
goda helgi ljufan! Mundu ad ef skapid er alveg ad fara med thig er alltaf haegt ad taka ergelsid ut a gomlu folki og dvergum!
ast!
kata
hahahaha Til hamingju Óla mín, þetta er alltaf jafn skemmtilegt, en gott að heyra að skapið er að skána.
Takk Kata mín góða helgi sömul. Ég sá dverg áðan ég hafði það ekki í mér að slá hann í hausinn með töskunni minni(eins og gömlu kellingarnar gera)hann var samt með smá girnilegan haus í það.
Skrifa ummæli